Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 10:50 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tekur í hönd Riads Malki, utanríkisráðherra Palestínumanna. Myndina birti Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sinni. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem. Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem.
Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28