Íslensk stjórnvöld alfarið á móti landtökubyggðum Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2023 10:50 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tekur í hönd Riads Malki, utanríkisráðherra Palestínumanna. Myndina birti Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sinni. Utanríkisráðuneytið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld alfarið á móti nýjum landtökubyggðum sem Ísraelar ætla að reisa á landsvæðum Palestínumanna. Hún hitti utanríkisráðherra heimastjórnar Palestínumanna í dag. Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem. Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Ný harðlínustjórn Benjamíns Netanjahú í Ísrael ætlar að heimila nýjar landtökubyggðir Vesturbakkanum og herða tökin á landsvæðum sem Palestínumenn gera tilkall til fyrir eigið ríki. Sameinuðu þjóðirnar og flest ríki heims telja byggðirnar ólöglegar. Stjórnin hefur látið sér gagnrýni erlendra ríkja, þar á meðal Bandaríkjastjórnar, sem vind um eyru þjóta. Þórdís Kolbrún hitti Riad Malki, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, í München í Þýskalandi í tenglsum við öryggisráðstefnu sem hófst þar í dag. Í tísti sagðist hún hafa lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda af vaxandi spennu og ofbeldi í Jerúsalem og á Vesturbakkanum. Hét hún því að Palestínumenn gætu áfram reitt sig á stuðning Íslands sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu árið 2011. „Ísland er alfarið á móti áformum Ísraels um fleiri ólöglegar landtökubyggðir. Virðing fyrir lögum, þar á meðal alþjóðalögum, er grundvöllur siðaðs sambýlis ríkja og þjóða,“ tísti Þórdís Kolbrún í morgun. Ísrael yrði að endurskoða áform sín og deiluaðilar yrðu að reyna að feta sig í átt að friði. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu fordæmdu áform Ísraela um að reisa 10.000 ný íbúðarhús í landtökubyggðum á Vesturbakkanum og lögleiða níu ólöglegar landtökubyggðir afturvirkt. Netanjahú tilkynnti um áformin á sunnudag í kjölfar blóðugra átaka í Jerúsalem.
Palestína Ísrael Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. 26. janúar 2023 15:28