Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:26 Belgurinn fannst á einni Matsu eyjanna, næst meginlandi Kína. AP Photo/Wally Santana Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur. Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“