„Það er í rauninni ekki nein gögn sem benda til þess að það fari að gjósa núna, engir skjáftar, ekkert landris eða órói eða neitt slíkt,“ segir Lovísa.
Skjálftahrina hófst á Reykjanesi síðastliðinn föstudag en frá þeim tíma hafa um hundrað skjálftar mælst. Henni virðist þó lokið núna þó stöku skjálftar séu enn að mælast.
Náttúruvársérfræðingur segir þau búast við að það verði einhver merki áður en það fari að gjósa, sem sé ekki staðan núna.