Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2023 11:13 Eyjólfur Árni mætir til fundarins í morgun. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fram kom í Morgunblaðinu í dag að forsenda frekari viðræðna við Eflingu af hálfu Samtaka atvinnulífsins væri sú að verkfalli yrði frestað meðan á þeim stendur. Var vísað til heimilda Morgunblaðsins. Önnur verkfallslota hófst í gær og stefnir í að íbúar á suðvesturhorninu geti ekki nálgast bensín á bílinn vegna verkfalls olíubílstjóra svo dæmi sé tekið um áhrif verkfalls. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, leiðir samningaviðræðurnar fyrir hönd SA í fjarveru Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra sem lagstur er í flesnu. Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að Eyjólfur Árni hafi staðfest frétt Morgunblaðsins í morgun þess efnis að frestun verkfallsaðgerða væri forsenda frekari viðræðna. Eyjólfur Árni mætti svo til fundar við Eflingu hjá sáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Þar tók á móti honum Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, og spurði: Er það algjört úrslitaatriði fyrir ykkur til að árangur náist í þessum viðræðum að hlé verði gert að verkföllum? „Það er alltaf gott að einhenda sér bara í það verkefni sem fram undan er. Og vera bara algjörlega þar. Það getur verið hluti af því,“ sagði Eyjólfur Árni. „Ég las þetta bara í blöðunum í morgun að þetta væri möguleiki þannig að við skulum sjá hvað dagurinn ber í skauti sér,“ sagði Eyjólfur Árni. En þú varst að lesa það haft eftir sjálfum þér? „Nei nei, það var ekki haft eftir mér.“ Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að samtökin hafi ýmis vopn í sinni kistu, eins og verkbann. „Ég ætla að labba inn á samningafund og ekki ræða vopnakistu,“ sagði Eyjólfur Árni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáði fréttastofu að frestun verkfalla væri ekki til umræðu nema eitthvað mikið kæmi á borðið frá SA. „Efling frestar ekki verkfallsaðgerðum nema eitthvað raunverulegt komi frá Samtökum atvinnulífsins,“ sagði Sólveig Anna. Atkvæðagreiðslu fyrir þriðju verkfallslotu Eflingar, sem hefjast ætti 28. febrúar, hefst í dag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16