Í tilkynningu kemur fram að hún muni stýra innleiðingum á hugbúnaðarkerfi PLAIO ásamt því að tryggja velgengni viðskiptavina.
„Hildur Rún kemur frá Deloitte þar sem hún starfaði undanfarin ár sem verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna. Hún er reyndur ráðgjafi með mikla þekkingu á ferlagreiningu og sjálfvirknivæðingu ferla og hefur tekið þátt í umfangsmiklum verkefnum fyrir fjölbreytta viðskiptavini.
Hildur Rún er með M.Sc. og B.Sc. gráðu í Rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.
Um PLAIO segir að fyrirtækið þrói hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðli að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir meðal annars gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.