Væntir þess að hið opinbera stígi inn í deiluna Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 18:05 Halldór Benjamín telur að Aðalsteinn Leifsson hefði ekki átt að segja sig frá deilu Eflingar og SA. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefði ekki átt að láta undan þrýstingi frá Eflingu um að hann segði sig frá kjaradeilu félagsins við SA. Hann segir að til að afstýra verkfallsaðgerðum, sem muni hafa grafalvarlegar afleiðingar, verði Efling að mæta á samningafundi. Hann á von á einhverskonar viðbrögðum frá hinu opinbera, við þeim hnút sem deilan er nú í. „Mín skoðun er sú að Aðalsteinn hefði aldrei átt að láta undan þessum óbilgjarna þrýstingi frá Eflingu og segja sig frá þessari deilu, en þetta er staðan sem er komin upp og auðvitað verðum við að vænta þess að nýr ríkissáttasemjari geti látið til sín kveða í þessari deilu, sem er komin í algjöran hnút,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þá lá ekki fyrir hver yrði settur ríkissáttasemjari í deilunni, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur sett Ástráð Haraldsson héraðsdómara til verksins. Ekki nóg að lýsa yfir samningsvilja Spurður hvort ekki væri mikilvægt að aðilar deilunnar settust niður og ræddu málin til að koma í veg fyrir víðtækari verkfallsaðgerðir, sem ná til hótelstarfsfólks og olíuflutningabílstjóra, sagðist Halldór Benjamín telja svo vera. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila, en til þess að aðilar geti samið þá verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn, til tíu ára, ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið þarna, nema Efling.“ Þá segir hann skamman tíma til stefnu, þar sem verkfall olíuflutningabílstjóra muni hafa grafalvarlegar afleiðingar. „Ég hef orðað þetta með þeim hætti að staðan í íslensku samfélagi um eða eftir helgi verður skelfileg. Hér mun allt lamast með einum eða öðrum hætti. Við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á vergangi og geti ekki innritað sig á hótel um helgina. Þannig að staðan í þessari deilu er orðin grafalvarleg og er farin að varða öryggi fólks. Og ég vænti þess að þar til bærir opinberir aðilar muni stíga inn í hana með eitthvað viðbragð til þess að bjarga því sem bjargað verður, úr því sem komið er,“ segir Halldór Benjamín. Tíminn sem sé til stefnu sé mældur í dögum sem teljandi eru á fingrum annarrar handar. „Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir því að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang, strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara, en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Of snemmt að ræða lagasetningu Aðspurður hvort SA vildi að lög yrðu sett á verkfallið ef samningar næðust ekki á næstu dögum svaraði Halldór Benjamín því til að vinnulöggjöfin yrði nýtt til fulls, til að knýja á um ásættanlega lausn deilunnar. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40 Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Mín skoðun er sú að Aðalsteinn hefði aldrei átt að láta undan þessum óbilgjarna þrýstingi frá Eflingu og segja sig frá þessari deilu, en þetta er staðan sem er komin upp og auðvitað verðum við að vænta þess að nýr ríkissáttasemjari geti látið til sín kveða í þessari deilu, sem er komin í algjöran hnút,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þá lá ekki fyrir hver yrði settur ríkissáttasemjari í deilunni, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur sett Ástráð Haraldsson héraðsdómara til verksins. Ekki nóg að lýsa yfir samningsvilja Spurður hvort ekki væri mikilvægt að aðilar deilunnar settust niður og ræddu málin til að koma í veg fyrir víðtækari verkfallsaðgerðir, sem ná til hótelstarfsfólks og olíuflutningabílstjóra, sagðist Halldór Benjamín telja svo vera. „Að sjálfsögðu er það skylda beggja aðila, en til þess að aðilar geti samið þá verður Efling að byrja á því að mæta til fundar þegar ríkissáttasemjari boðar fundi í deilunni. Við sjáum að ríkissáttasemjari var að ganga frá kjarasamningi við sjómenn, til tíu ára, ásamt SFS. Þannig að það virðast allir geta samið þarna, nema Efling.“ Þá segir hann skamman tíma til stefnu, þar sem verkfall olíuflutningabílstjóra muni hafa grafalvarlegar afleiðingar. „Ég hef orðað þetta með þeim hætti að staðan í íslensku samfélagi um eða eftir helgi verður skelfileg. Hér mun allt lamast með einum eða öðrum hætti. Við gerum ráð fyrir því að það verði fleiri hundruð ef ekki þúsundir ferðamanna á vergangi og geti ekki innritað sig á hótel um helgina. Þannig að staðan í þessari deilu er orðin grafalvarleg og er farin að varða öryggi fólks. Og ég vænti þess að þar til bærir opinberir aðilar muni stíga inn í hana með eitthvað viðbragð til þess að bjarga því sem bjargað verður, úr því sem komið er,“ segir Halldór Benjamín. Tíminn sem sé til stefnu sé mældur í dögum sem teljandi eru á fingrum annarrar handar. „Hér verður allt komið í óleysanlegan hnút í samfélaginu og við getum ekki gert ráð fyrir því að samfélagið muni einfaldlega ganga sinn vanagang, strax í næstu viku. Þannig að það er ljóst að Efling þarf að mæta á fundi hjá ríkissáttasemjara, en ekki bara lýsa því yfir að það sé mikill samningsvilji á þeim bænum.“ Of snemmt að ræða lagasetningu Aðspurður hvort SA vildi að lög yrðu sett á verkfallið ef samningar næðust ekki á næstu dögum svaraði Halldór Benjamín því til að vinnulöggjöfin yrði nýtt til fulls, til að knýja á um ásættanlega lausn deilunnar. „Ég tel að það sé of snemmt að úttala sig um það á þessari stundu. En allir ábyrgir aðilar sem meta stöðuna frá degi til dags hljóta að sjá að við getum ekki látið þessa stöðu raungerast marga daga í röð,“ sagði Halldór Benjamín.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40 Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Trúir því ekki að verði úr verkfallinu Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. 14. febrúar 2023 16:40
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10
Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02