Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 20:01 Gleðin skein úr andliti barnanna þegar þau komust loks í fang móður sinnar eftir langt ferðalag og fjögurra ára aðskilnað. Vísir/Vilhelm Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ferðalag hennar til Íslands gekk ekki áfallalaust en Hodman fór meðal annars á gúmmíbát yfir til Tyrklands og vissi að þeirri ákvörðun fylgdi mikil áhætta. Þetta var mjög erfitt. Það voru kannski helmingslíkur á að ég lifði eða dæi. Ég vildi bara komast þangað sem frelsi og friður ríkti. Hodman á átta börn á aldrinum sex til 17 ára, og hafði ekki séð þau í fjögur ár þar til börnin komu til landsins í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 hittum við Hodman og ræddum við hana þar sem hún undirbjó komu barnanna í gær. Hún sagðist ekkert hafa borðað undanfarna daga af tilhlökkun. Stærðin skiptir ekki máli þegar þau eru öll saman Hodman og eiginmaður hennar búa í lítilli íbúð í Hafnafirði. Það er ljóst að þegar átta börn hafa bæst við verður þröngt á þingi en Hodman segist ekki hafa áhyggjur af því. Þetta séu góðar aðstæður miðað við það sem þau eru vön og á meðan þau séu öll saman skipti stærðin á heimilinu ekki máli. Þau eru þó að leita sér að stærri íbúð. Hér munu börnin átta sofa. Vísir/Sigurjón Tilfinningaþrungin stund Og loksins rann langþráði dagurinn upp. Hodman var mætt ásamt eiginmanni sínum og pabba hans, systur sinni og vinkonu upp á Keflavíkurflugvöll í hádeginu í dag, til að taka á móti börnunum. Hodman var með elstu börnin í myndsímtali alveg frá lendingu og fyldist með þeim þar til þau nálguðust komusalinn. Börnin rétt ókomin og spennan var nánast áþreifanleg. Vísir/Vilhelm Og svo var komið að stóru stundinni sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Endurfundirnir voru vægast sagt tilfinningaþrungnir og mörg tár féllu. Hodman faðmar börnin sín eitt af öðru og eins og sjá má var þetta tilfinningaþrungin stund. Vísir/Vilhelm Yngstu börnin voru mjög spennt og áhugasöm yfir myndavélinni og brostu sínu breiðasta fyrir ljósmyndaraVísir/Vilhelm Langt og erfitt ferðalag Ferðalagið var langt og strangt fyrir systkinahópinn og hlökkuðu þau til að fara heim á nýja heimilið sitt til að hvíla sig. „Við erum mjög þreytt. Nú förum við heim og þau fara í sturtu,“ sagði Hodman. „Síðan fáum við okkur að borða. Svo hvílum við okkur og sofum.“ Svo segjum við hvert öðru sögur eftir fjögurra ára aðskilnað. Fjölskyldan loks sameinuð eftir fjögur ár. Vísir/Vilhelm Það dugði ekkert minna en tvær litlar rútur til að ferja barnahópinn heim úr Keflavík.Vísir/Vilhelm
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sómalía Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira