Samkvæmt fyrstu tölum um áhorf þá skipar þessi nýjasti Super Bowl leikur sér í þriðja sætið á meðal þess sjónvarpsefnis sem hefur fengið mesta áhorf í sögu bandarísk sjónvarps.
Talið er að 113 milljónir manna hafi horft á leikinn í Bandaríkjunum einum. Leikurinn var frábær skemmtun, mikið skorað og bauð upp á endurkomu Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs.
Super Bowl LVII averaged 113M viewers, per Fox https://t.co/awEQ5CBcIp
— Sandra Golden (@sportsandra) February 14, 2023
Það eru bara tveir sjónvarpsviðburðir með meira áhorf í sögunni og það eru bæði Super Bowl leikir með Tom Brady.
Mesta áhorf sögunnar var á leik New England Patriots og Seattle Seahawks árið 2015 eða 114,4 milljónir en 113,6 milljónir horfðu á leik Atlanta Falcons og New England Patriots árið 2017.
Super Bowl LVII between the Chiefs and Eagles drew 113 million viewers.
— Front Office Sports (@FOS) February 13, 2023
That makes it the most-watched Super Bowl in 6 years and the 3rd most-watched TV show EVER. pic.twitter.com/LFIcGfV4r5
Áhorfið í ár er ágætis aukning frá árinu áður þegar 112,3 milljónir manna horfðu á leik Los Angeles Rams og Cincinnati Bengals.
Hálfleikstónleikar Rhianna fengu enn meira áhorf en leikurinn sjálfur en 118,7 milljónir horfðu á þá en það er bara hálfleikstónleikar Katy Perry frá 2015 sem hafa fengið meira áhorf í tengslum við Super Bowl.