Þarf ég í alvöru að ræða um klám við börnin mín? Eygló Árnadóttir og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 14. febrúar 2023 07:00 Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Börn og uppeldi Kynlíf Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forvitni barna og unglinga um kynlíf er heilbrigð og eðlileg. Að leita í klám til að svala forvitni og áhuga um kynlíf er skiljanlegt, sem og að slysast óvart inn á slíkt efni í stafrænni veröld nútímans. En klámneysla er hins vegar ógn við kynheilbrigði ungs fólks. Það sýnir ekki raunveruleikann heldur getur þvert á móti stuðlað að ranghugmyndum um kynlíf og samskipti. Miklu meira klám en kynfræðsla Í dag er staðan sú að næstum helmingur drengja í 10. bekk horfir á klám mjög reglulega (frá vikulega upp í oft á dag). Sú upplýsingagjöf er því margföld – þúsundföld – á við raunverulega kynfræðslu til ungmenna þar sem áhersla er lögð á samskipti og samþykki í kynlífi, öryggi og vellíðan. Neysla kláms er orðin það almenn, og hefst það snemma, að fólk sem vinnur með börnum og unglingum sér áþreifanleg áhrif kláms á samskipti þeirra – markaleysi, virðingarleysi, óvelkomnar snertingar og gróft klámtal. Þau sem sinna ungum brotaþolum kynferðisofbeldis sjá í vaxandi mæli sterk tengsl á milli vinsælla klámatriða og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Tökum valdið af klámframleiðendum Þessi veruleiki krefur foreldra um að leggja snemma góðan grunn að gagnlegri kynfræðslu, og í netvæddu nútímasamfélagi er nauðsynlegt að flétta saman kynfræðslu og klámfræðslu. Vegna umfangs og aðgengis kláms er mikilvægt að foreldrar fræði börnin sín um skaðsemi þess, og reyni að koma í veg fyrir eða bregðast við klámáhorfi þeirra. Hvert ungmenni ætti að búa við frelsi til að upplifa sig sem kynveru, óháð viðmiðum klámefnis sem framleitt er sem söluvara en ekki kynfræðsla. Klámframleiðendur eiga ekki að hafa það vald að kenna krökkum til hvers er ætlast af þeim sem kynverur. Öll eigum við skilið að nálgast kynlíf á jákvæðan, skemmtilegan og öruggan hátt á okkar eigin forsendum. Að fikra sig áfram í rólegheitum er mikilvægur hluti þess að þróast sem kynvera. En með hinu galopna aðgengi að grófu klámi má segja að mörgum ungmennum hafi verið harkalega skellt upp á mótorhjól þegar kemur að kynlífi, en misst af bæði þríhjólinu og reiðhjólinu í byrjun. Til að styðja sem best við kynheilbrigði þarf að búa til styðjandi og öruggt umhverfi þar sem unga fólkið getur leitað upplýsinga, spurt spurninga og fengið í hendur tæki og tól sem nýtast út í lífið. Finnurðu ekki réttu orðin? Marga foreldra óar þó við að taka þetta mikilvæga spjall við barnið; þykir tilhugsunin ógnvekjandi eða vandræðaleg, óttast að barnið sé of ungt fyrir upplýsingarnar eða finnst þeir sjálfir ekki hafa næga þekkingu til að fræða afkvæmin. Þess vegna hafa Stígamót nú gefið út samtalsleiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka klámspjallið. Þar fá foreldrar hjálp við að finna réttu orðin og gagnlegar upplýsingar til að auka eigin þekkingu. Þannig geta foreldrar farið öruggari inn í samtal um þetta viðkvæma málefni. Höfum í huga að spjall af þessu tagi er gott að taka oftar en einu sinni, og opin og fræðandi umræða á heimilinu um kynlíf og almenn mörk er mikilvæg forvörn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi og óheilbrigðum samskiptum. Umræðuefnið er ekki endilega lokkandi og ótti við að finna ekki „réttu orðin“ hræðir suma foreldra frá slíkum samtölum. En mundu að mikilvægustu samtölin við börnin okkar eru kannski sjaldnast þægileg og áreynslulaus, en mestu máli skiptir að reyna og grípa sem flest tækifæri til fræðandi umræðu. Ekkert samtal er fullkomið, frekar en nokkurt foreldri, en öllu skiptir að gefa ungmenninu skýr skilaboð um að þér sé annt um velferð þess og kynheilbrigði. Svo annt að þú ert jafnvel til í vandræðagang af versta tagi í von um að styrkja barnið þitt. Ertu til í spjallið? Leiðbeiningarnar eru hér. Höfundar starfa á Stígamótum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun