Varar fólk við að hamstra eldsneyti Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 19:09 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir hamstur á eldsneyti vera varasamt. Vísir Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því. „Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent