Aðalsteinn vill stíga til hliðar í deilu SA og Eflingar Kolbeinn Tumi Daðason og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. febrúar 2023 17:13 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari telur best að hann stígi til hliðar til að liðka fyrir samningaviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur lagt til við félags- og vinnumarkaðsráðherra að hann stígi til hliðar sem sáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir persónuna alltaf bera að víkja fyrir málefninu. Landsréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda sáttasemjara félagatal sitt vegna miðlunartillögu. . Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, þykir það sérstakt að Landsréttur meti það sem svo að honum hafi verið heimilt að leggja fram tillöguna og kveða á um hvernig atkvæðagreiðsla færi fram en ekki að knýja á um að atkvæðagreiðslan eigi sér stað með því að nálgast kjörskrána hjá Eflingu. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni vegna eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ segir Aðalsteinn. Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Ríkissáttasemjari lagt til að hann stigi til hliðar Ekki á leið til Hæstaréttar Hann segir að fyrir hafi legið samkomulag við Eflingu um að taka málið ekki til Hæstaréttar, hvernig sem það færi í Landsrétti, og því væri um fullnaðarniðurstöðu að ræða í málinu. Hann velti þó fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörðun að gera slíkt samkomulag. „Það má alltaf spyrja sig að því eftir á hvort það hafi verið skynsamlegt en það þarf líka að horfa til þess að öllu jöfnu þá tekur talsverðan tíma að fá niðurstöðu þar, sérstaklega ef að aðilar vinna ekki saman. Þannig miðlunartillagan er stödd á milli steins og sleggju,“ segir Aðalsteinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur undanfarnar vikur kallað eftir því að Aðalsteinn segi sig frá málinu. Síðast í dag eftir að niðurstaða var ljós. „Efling hefur sett fram þá kröfu að hann segi sig frá málinu. Í ljós þessarar niðurstöðu getur ekki annað verið en að hann geri það. Ég reikna með fregnum af því innan skamms,“ sagði Sólveig Anna á fjórða tímanum og reyndist sannspá. Undir ráðherra komið Aðalsteinn harmar að persóna hans hafi dregist inn í deilur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segist hafa lagt til að hann stígi til hliðar í samtali við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðdegis. „Mín skoðun er sú að undir þeim kringumstæðum að þá beri persónan alltaf að víkja fyrir málefninu. þess vegna nefndi ég við félags- og vinnumarkaðsráðherra í dag að það kunni að vera skynsamlegt að skipa sérstakan sáttasemjara í þessari deilu, eða sáttanefnd. Þannig að ég stigi til hliðar í þessari tilteknu deilu og gefi keflið áfram til annarra að reyna að finna lausn fyrir samfélagið. Ráðherrann er væntanlega að velta því fyrir sér núna en það var mín tillaga,“ segir Aðalsteinn. Kemur ekki til greina að segja af sér í starfi? „Nú erum við með marga bolta á lofti hjá Ríkissáttasemjara. Hér var skrifað undir tíu ára samning sjómannafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í morgun. Sem var framhald af tíu ára samning sem öll önnur sjómanna og skipstjórnarfélög skrifuðu undir fyrir helgi. Svo eru fundir í fimmtán öðrum kjaradeilum áformaðir á næstu dögum. Þannig ég ætla að passa upp á að allir boltar haldist á lofti og við gefum sem besta þjónustu fyrir íslenskt samfélag,“ segir Aðalsteinn að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. 13. febrúar 2023 16:38 Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Landsréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda sáttasemjara félagatal sitt vegna miðlunartillögu. . Aðalsteini Leifssyni, ríkissáttasemjara, þykir það sérstakt að Landsréttur meti það sem svo að honum hafi verið heimilt að leggja fram tillöguna og kveða á um hvernig atkvæðagreiðsla færi fram en ekki að knýja á um að atkvæðagreiðslan eigi sér stað með því að nálgast kjörskrána hjá Eflingu. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni vegna eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ segir Aðalsteinn. Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Ríkissáttasemjari lagt til að hann stigi til hliðar Ekki á leið til Hæstaréttar Hann segir að fyrir hafi legið samkomulag við Eflingu um að taka málið ekki til Hæstaréttar, hvernig sem það færi í Landsrétti, og því væri um fullnaðarniðurstöðu að ræða í málinu. Hann velti þó fyrir sér hvort það hafi verið rétt ákvörðun að gera slíkt samkomulag. „Það má alltaf spyrja sig að því eftir á hvort það hafi verið skynsamlegt en það þarf líka að horfa til þess að öllu jöfnu þá tekur talsverðan tíma að fá niðurstöðu þar, sérstaklega ef að aðilar vinna ekki saman. Þannig miðlunartillagan er stödd á milli steins og sleggju,“ segir Aðalsteinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur undanfarnar vikur kallað eftir því að Aðalsteinn segi sig frá málinu. Síðast í dag eftir að niðurstaða var ljós. „Efling hefur sett fram þá kröfu að hann segi sig frá málinu. Í ljós þessarar niðurstöðu getur ekki annað verið en að hann geri það. Ég reikna með fregnum af því innan skamms,“ sagði Sólveig Anna á fjórða tímanum og reyndist sannspá. Undir ráðherra komið Aðalsteinn harmar að persóna hans hafi dregist inn í deilur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segist hafa lagt til að hann stígi til hliðar í samtali við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðdegis. „Mín skoðun er sú að undir þeim kringumstæðum að þá beri persónan alltaf að víkja fyrir málefninu. þess vegna nefndi ég við félags- og vinnumarkaðsráðherra í dag að það kunni að vera skynsamlegt að skipa sérstakan sáttasemjara í þessari deilu, eða sáttanefnd. Þannig að ég stigi til hliðar í þessari tilteknu deilu og gefi keflið áfram til annarra að reyna að finna lausn fyrir samfélagið. Ráðherrann er væntanlega að velta því fyrir sér núna en það var mín tillaga,“ segir Aðalsteinn. Kemur ekki til greina að segja af sér í starfi? „Nú erum við með marga bolta á lofti hjá Ríkissáttasemjara. Hér var skrifað undir tíu ára samning sjómannafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í morgun. Sem var framhald af tíu ára samning sem öll önnur sjómanna og skipstjórnarfélög skrifuðu undir fyrir helgi. Svo eru fundir í fimmtán öðrum kjaradeilum áformaðir á næstu dögum. Þannig ég ætla að passa upp á að allir boltar haldist á lofti og við gefum sem besta þjónustu fyrir íslenskt samfélag,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. 13. febrúar 2023 16:38 Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Væri lágkúrulegt ef sáttasemjari færi með málið til Hæstaréttar Formaður Eflingar er í skýjunum með sigur í deilu sinni við ríkissáttasemjara sem krafðist að fá félagatal stéttarfélagsins afhent. Hún trúir ekki öðru en að sáttasemjari stígi loks til hliðar svo hægt verði að setjast að samningaborðinu og semja um Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk. 13. febrúar 2023 16:38
Fullnaðarsigur Eflingar í félagatalsdeilu við sáttasemjara Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi ekki að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt. Þetta staðfestir lögmaður Eflingar í samtali við fréttastofu. 13. febrúar 2023 15:30