„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2023 15:45 Hér má sjá vatnavexti í Búðardal í dag. Aðsend/Dóróthea Sigríður Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. Að því er segir á vef Veðurstofunnar hefur vatnsstaða í mörgum ám hækkað töluvert og rennsli þegar náð tveggja eða fimm ára flóði í nokkrum ám, til að mynda Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Vegagerðin hefur varað við slæmum aðstæðum. Aurskriður hafa fallið í Búðardal. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Það má alveg segja að það er ótrúlega mikið af vatnavöxtum, sérstaklega og fyrst og fremst á Vesturlandi og á Vestfjörðum líka. Okkar menn segja margir að þeir hafi ekki áður séð þetta svona mikið,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Vatn flæðir yfir vegi á nokkrum stöðum og hefur Vegagerðin meðal annars varað við því að vatn og klaki geti leitað upp á þjóðveg í Norðurárdal. Fleiri vegir eru ófærir. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki víða vegna leysinga. „Þetta er langverst í Dölunum og það er búið að loka veginum, eða hann er ófær, í Skógaströndinni, Fellsströnd, Skarfsströnd, þar flæðir mjög mikið yfir og vegurinn er ófær. Það hefur líka flætt yfir í Djúpinu og í Hólmavík, Dalabyggð og nokkrum vegum fleirum á Vesturlandi. Þannig þetta er ansi umfangsmikið,“ segir G. Pétur. Skemmdir á nánast öllum vegum í Búðardal Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir aðstæður fordæmalausar í Búðardal þar sem nánast allir vegir eru skemmdir. Allt er á floti. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Við erum að reyna núna alls staðar að laga það sem við mögulega getum. Við erum með öll tæki og tól að reyna að ná utan um þetta en það eru enn að skemmast vegir,“ segir Sæmundur. „Það eru að falla aurskriður líka þannig þær loka ræsunum.“ Mikil vatnshæð er í Haukadalsvatni og allt að fjörutíu til fimmtíu sentímetra vatn ofan á veginum. Vanalegast hafi vatnavextir verið svæðisbundnir en nú sé sagan önnur. „Núna er þetta bókstaflega allt undir,“ segir Sæmundur. Enn er mikil úrkoma en þegar styttir upp ætti að sjatna. Ofboðslegt magn vatns sé þó á ferðinni og í Búðardal sé allt reynt til að lágmarka skaðann. Fylgjast vel með Ekki liggur fyrir hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. „Við vitum að það er byrjað að renna úr vegum einhvers staðar. Ræsi hafa líklega skemmst, þau anna ekki og ráða ekki við vatnsflauminn, þannig að það rennur út frá þeim en þar sem að það liggur vatn yfir öllu saman þá sjáum við illa á þessari stundu hvað skemmdirnar eru miklar,“ segir G. Pétur. Aðsend/Dóróthea Sigríður Frá því í gærkvöldi hefur verið mikil úrkoma og hlýnandi veður einna helst á vesturhelmingi landsins, að því segir í athugasemdum sérfræðings Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá mun rennsli halda áfram að aukast fram eftir degi og ná hámarki í kvöld eða nótt. „Við erum að fylgjast með þessu og merkjum vegina ófæra þegar þeir eru það. Fólk verður bara að skoða kortin okkar og á Umferðin.is hvernig ástandið lítur út. Við vörum mjög víða við vatnsskemmdum og vatni á vegum en svo er annars staðar þar sem það er verst bara ófært,“ segir G. Pétur. „Við fylgjumst bara með. Það er viðbúið að það verði þarna eitthvað aðeins áfram þar sem flæðir svona yfir vegi en vonandi verður það ekki allt of lengi,“ segir hann enn fremur aðspurður um framhaldið. Meðlimir björgunarsveitanna Tálkna og Blakks eru að störfum í Tálknafirði þar sem mikill vatnselgur er, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Dalabyggð Veður Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Að því er segir á vef Veðurstofunnar hefur vatnsstaða í mörgum ám hækkað töluvert og rennsli þegar náð tveggja eða fimm ára flóði í nokkrum ám, til að mynda Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Vegagerðin hefur varað við slæmum aðstæðum. Aurskriður hafa fallið í Búðardal. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Það má alveg segja að það er ótrúlega mikið af vatnavöxtum, sérstaklega og fyrst og fremst á Vesturlandi og á Vestfjörðum líka. Okkar menn segja margir að þeir hafi ekki áður séð þetta svona mikið,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Vatn flæðir yfir vegi á nokkrum stöðum og hefur Vegagerðin meðal annars varað við því að vatn og klaki geti leitað upp á þjóðveg í Norðurárdal. Fleiri vegir eru ófærir. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki víða vegna leysinga. „Þetta er langverst í Dölunum og það er búið að loka veginum, eða hann er ófær, í Skógaströndinni, Fellsströnd, Skarfsströnd, þar flæðir mjög mikið yfir og vegurinn er ófær. Það hefur líka flætt yfir í Djúpinu og í Hólmavík, Dalabyggð og nokkrum vegum fleirum á Vesturlandi. Þannig þetta er ansi umfangsmikið,“ segir G. Pétur. Skemmdir á nánast öllum vegum í Búðardal Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir aðstæður fordæmalausar í Búðardal þar sem nánast allir vegir eru skemmdir. Allt er á floti. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Við erum að reyna núna alls staðar að laga það sem við mögulega getum. Við erum með öll tæki og tól að reyna að ná utan um þetta en það eru enn að skemmast vegir,“ segir Sæmundur. „Það eru að falla aurskriður líka þannig þær loka ræsunum.“ Mikil vatnshæð er í Haukadalsvatni og allt að fjörutíu til fimmtíu sentímetra vatn ofan á veginum. Vanalegast hafi vatnavextir verið svæðisbundnir en nú sé sagan önnur. „Núna er þetta bókstaflega allt undir,“ segir Sæmundur. Enn er mikil úrkoma en þegar styttir upp ætti að sjatna. Ofboðslegt magn vatns sé þó á ferðinni og í Búðardal sé allt reynt til að lágmarka skaðann. Fylgjast vel með Ekki liggur fyrir hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. „Við vitum að það er byrjað að renna úr vegum einhvers staðar. Ræsi hafa líklega skemmst, þau anna ekki og ráða ekki við vatnsflauminn, þannig að það rennur út frá þeim en þar sem að það liggur vatn yfir öllu saman þá sjáum við illa á þessari stundu hvað skemmdirnar eru miklar,“ segir G. Pétur. Aðsend/Dóróthea Sigríður Frá því í gærkvöldi hefur verið mikil úrkoma og hlýnandi veður einna helst á vesturhelmingi landsins, að því segir í athugasemdum sérfræðings Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá mun rennsli halda áfram að aukast fram eftir degi og ná hámarki í kvöld eða nótt. „Við erum að fylgjast með þessu og merkjum vegina ófæra þegar þeir eru það. Fólk verður bara að skoða kortin okkar og á Umferðin.is hvernig ástandið lítur út. Við vörum mjög víða við vatnsskemmdum og vatni á vegum en svo er annars staðar þar sem það er verst bara ófært,“ segir G. Pétur. „Við fylgjumst bara með. Það er viðbúið að það verði þarna eitthvað aðeins áfram þar sem flæðir svona yfir vegi en vonandi verður það ekki allt of lengi,“ segir hann enn fremur aðspurður um framhaldið. Meðlimir björgunarsveitanna Tálkna og Blakks eru að störfum í Tálknafirði þar sem mikill vatnselgur er, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Dalabyggð Veður Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira