Bensínið gæti klárast á fimmtudag Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 19:28 Þórður segir birgðartanka fyrirtækisins vera fulla. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Enn þokast ekkert í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en verkföll olíubílstjóra, starfsmanna Beraya hótela og starfsmanna Edition hótelsins eru handan við hornið. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll á miðvikudag en þá gengur ansi hratt á birgðir olíufélaganna. Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs hefur talsverðar áhyggjur af stöðunni en undirbúningur fyrir verkfallið hefur staðið yfir frá því að atkvæðagreiðslan um verkfallsboðunina fór fram. „Þetta er áhyggjuefni því Ísland er olíuháð og það er nokkuð ljóst að þetta mun bíta ansi harkalega í okkur hérna á Íslandi ef af verður. Frá því að tilkynnt var að verkfall væri fyrirhugað frá og með hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Þá fórum við að keyra allt upp og fylla á alla birgðatanka sem hægt er að fylla á.“ Það tekur ekki marga daga að tæma eina bensínstöð, jafnvel stóra eins og stöð Orkunnar á Vesturlandsvegi. „Þessi væntanlega tæmist á degi tvö eftir að verkfall skellur á þannig að svona upp undir kvöld á fimmtudegi gæti þessi stöð farið að tæmast.“ Áhrifin gætu verið margvísleg en til að mynda vöruflutningar og ferðaþjónusta munu líða fyrir olíuskortinn. Það er þó ýmis starfsemi sem þarf að vera undanþegin verkfallinu. „Til dæmis lögreglan, sjúkrabílar, slökkviliðið, björgunarsveitirnar okkar, þeir sem sjá um hálkuvarnir, snjóruðninga, sjúkrahúsin, varaaflsstöðvar og guð má vita hvað, þetta er allt þarna úti.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Reykjavík Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira