Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 13:13 Halldór segir að það eina sem aðilar deilunnar séu að bíða eftir sé úrskurður Landsréttar lögmæti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Arnar Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í algerum hnút og ekki hafa farið fram samningafundir í langan tíma. Verkföll á Íslandshótelum eru nú í fullum gangi og verkfallsvarsla Eflingar hefur verið áberandi. Stjórnendur íslandshótela hafa ákveðið að einungis tveimur verkfallsvörðum verði hleypt inn í einu sem Efling hefur gagnrýnt harðlega. Í gær kom til átaka milli verkfallsvarða Eflingar og lögreglu. Halldór Benjamín Þorbergsson var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus. „Það er enginn tilgangur með verkföllum Eflingar sem eru í gangi núna. Það er enginn tilgangur með verkföllunum. Það eru engir samningafundir boðaðir. Ríkissáttasemjari boðaði samningafund í síðustu viku en Efling neitaði að mæta á þann fund. Þetta skiptir algeru höfuðmáli í þessari umræðu. Vegna þess að tilgangur og eðli verkfalla er til þes að knýja samningsaðila sinn til gerðar kjarasamnings en það eru engir fundir í þessari deilu. Það eina sem aðilar eru að bíða eftir Kristján er úrskurður Landsréttar þar sem Efling skaut áfram dómi héraðsdóms til Landsréttar og þegar að sá úrskurður liggur fyrir þá liggur fyrir hver verður framvinda þessarar vinnudeilu.“ Samþykki félagsmenn Eflingar miðlunartillögu ríkissáttasemjara er það ígildi kjarasamnings. „Þá eru bara tveir valmöguleikar sem geta komið upp. Annars vegar að félagsmenn Eflingar samþykki miðlunartillöguna og miðlunartillagan verður þá ígildi kjarasamnings með afturvirkni til 1. nóvember 2022. Sambærilegt og allir aðrir og þá er í raun þessari kjaralotu á íslenskum vinnumarkaði nánast lokið.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira