Braut rúðu á hóteli og hrækti í andlit lögreglumanns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 07:48 Vísir/Vilhelm Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt um aðila sem braut rúðu á hóteli í miðborginni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Fram kemur að gerandinn hafi jafnframt verið með ógnandi tilburði. Þegar lögregla kom á vettvang gaf hún sig á tal við gerandann, sem reyndist ölvaður og óviðræðuhæfur. Gerandinn var handtekinn vegna gruns um eignaspjöll en þegar flytja átti gerandann á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti gerandinn í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubifreiðinni. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. Lögregla sinnti veitingahúsaeftirliti á sjö veitingahúsum í miðborginni í nótt og kannaði réttindi dyravarða. Þrír einstaklingar í miðbænum sinntu dyravörslu án þess að vera með tilskilin réttindi. Inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrðgaraðila var kynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað. Þá var tilkynnt um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæði í hverfi 105. Aðilinn var áberandi ölvaður þegar lögregla kom á vettvang. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að viðkomandi hafi brugðist illa við og lamið frá sér í lögreglubifreið. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann og að viðræðum loknum var aðilanum ekið til sín heima. Þá var tilkynnt um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í miðborginni. Gerandinn var þó farinn af vettvangi en árásarþolinn kvaðst vita hver gerandinn var. Árásarþolanum var tjáð að sækja sér áverkavottorð og panta tíma í kærumóttöku. Þá barst tilkynning um aðila í Kópavogi sem gekk berserksgang og olli minniháttar skemmdarverkum. Fram kemur að aðilinn hafi augljóslega verið undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Reykjavík Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Fram kemur að gerandinn hafi jafnframt verið með ógnandi tilburði. Þegar lögregla kom á vettvang gaf hún sig á tal við gerandann, sem reyndist ölvaður og óviðræðuhæfur. Gerandinn var handtekinn vegna gruns um eignaspjöll en þegar flytja átti gerandann á lögreglustöðina við Hverfisgötu hrækti gerandinn í andlit lögreglumanns sem sat við hlið hans í lögreglubifreiðinni. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa. Lögregla sinnti veitingahúsaeftirliti á sjö veitingahúsum í miðborginni í nótt og kannaði réttindi dyravarða. Þrír einstaklingar í miðbænum sinntu dyravörslu án þess að vera með tilskilin réttindi. Inni á einum veitingastað voru of margir gestir þegar lögregla kom á vettvang. Ábyrðgaraðila var kynnt að skýrsla yrði rituð vegna brots á lögum um veitingastaði og hann látinn vita að ef lögregla kæmi aftur á vettvang og ekki yrði gætt að gestafjölda yrði veitingastaðnum lokað. Þá var tilkynnt um ógnandi mann sem neitaði að yfirgefa húsnæði í hverfi 105. Aðilinn var áberandi ölvaður þegar lögregla kom á vettvang. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að viðkomandi hafi brugðist illa við og lamið frá sér í lögreglubifreið. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem vakthafandi varðstjóri ræddi við hann og að viðræðum loknum var aðilanum ekið til sín heima. Þá var tilkynnt um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í miðborginni. Gerandinn var þó farinn af vettvangi en árásarþolinn kvaðst vita hver gerandinn var. Árásarþolanum var tjáð að sækja sér áverkavottorð og panta tíma í kærumóttöku. Þá barst tilkynning um aðila í Kópavogi sem gekk berserksgang og olli minniháttar skemmdarverkum. Fram kemur að aðilinn hafi augljóslega verið undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Reykjavík Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira