Mamman ein óvæntasta stjarnan í Super Bowl vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 21:01 Donna Kelce bregður á leik á fjölmiðlakvöldi Super Bowl leiksins sem fór fram í Phoenix á mánudagskvöldið. Getty Images / Cooper Neill Það verður brotið blað í sögu Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, þegar bræður mætast inni á vellinum í fyrsta sinn. Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00. NFL Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Það eru þeir Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Philadelphia Eagles, og innherjinn Travis Kelce hjá Kansas City Chiefs. Ekki einungis eru þeir báðir meðal bestu leikmanna deildarinnar í dag, þeir eru einnig meðal bestu leikmanna í sinni leikstöðu frá upphafi. „Ég hef nú ekkert nefnt neitt við hann hvað sálfræðihernað varðar,“ sagði Jason spurður í vikunni hvort að eitthvað slíkt væri uppi á teningnum hjá þeim bræðrum. „Ég vildi frekar óska þess að ég vissi hvernig á að stöðva hann,“ bætti hann við. Úrslitaleikir Ameríkudeildarinnar annars vegar og Þjóðadeildarinnar hins vegar fóru fram um þarsíðustu helgi en þar réðst hvaða lið kæmust í Super Bowl. Eagles lenti ekki í teljandi vandræðum með San Francisco 49ers en það var talsvert meiri spenna í viðureign Chiefs og Cincinnati Bengals. Mamma þeirra bræðra, Donna Kelce, sagðist hafa átt erfitt með sig þegar það leið á leik Chiefs og Bengals. „Skyndilega fer maður að hugsa - gæti þetta í alvörunni gerst. Þeir hafa látið sig dreyma um þetta síðan þeir voru 10 ára gamlir,“ sagði hún en Donna hefur verið ein helsta fjölmiðlastjarnan í Phoenix í Super Bowl vikunni og er nú orðin þjóðþekkt. Viðureign þeirra bræðra fer fram annað kvöld og hefst leikur Eagles og Chiefs klukkan 23.30. Upphitun á Stöð 2 Sport verður frá klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira