Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Njarðvík 71-94 | Ískaldir Grindvíkingar áttu ekki séns í sjóðheita Njarðvíkinga Siggeir Ævarsson skrifar 10. febrúar 2023 22:10 Nicolas Richotti keyrir að körfunni. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur. Sigur í raun lífsnauðsynlegur fyrir Grindvíkinga sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar en það var ekki að sjá á þeim í upphafi leiks að það væri mikið undir í kvöld. Þeir virkuðu bæði and- og orkulausir á báðum endum vallarins og var 2. leikhlutinn þeim sérstaklega erfiður. Damier Erik Pitts í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar voru að hitta vel fyrir utan, með þriggjastiganýtingu rétt undir 50 prósent, meðan að Grindvíkingar brenndu af hverju skotinu á fætur öðru. Damier Pitts sá eini með einhverju lífsmarki í þeirra röðum framan af, en sóknarleikurinn stirður og flæði varla til staðar. Jóhann Þór Ólafsson hefur þó náð að koma einhverjum skýrum skilaboðum til sinna manna í hálfleik þar sem þeir voru miklu líflegri. Grindvíkingar með mikla yfirburði í 3. leikhluta en það var þó skammgóður vermir. Mögulega voru þeir hreinlega sprungnir á limminu, enda að rúlla á fáum leikmönnum. Aðeins sex leikmenn heimamanna spiluðu marktækar mínútur í kvöld. Njarðvíkingar í það minnsta völtuðu hreinlega yfir Grindvíkinga í 4. leikhlutanum, þar sem staðan fór úr 59-65 í upphafi hans, í 71-94. Sanngjarn sigur Njarðvíkinga niðurstaðan þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimamanna til að koma til baka í seinni hálfleik. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að það væri sennilega við hæfi að yfirskrift þessa leiks væri: „Liðsheildin vinnur einstaklinginn“ og hann hitti naglann á höfuðið þar. Njarðvíkingar fengu yfir 15 stig frá fjórum leikmönnum, og voru með 21 stoðsendingu gegn átta hjá Grindavík. Hverjir stóðu uppúr? Hjá heimamönnum var það Damier Pitts sem dró vagninn sóknarlega, með 27 stig, en einungis þrjár stoðsendingar og bætti við sjö töpuðum boltum. Hann saknaði klárlega gríska vinar síns Gaios Skordilis og þeirri vídd sem hann kemur með í vagg og veltu sóknarleik Grindvíkinga. Dedrick Deon Basile á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Hjá Njarðvíkum fór Dedrick Deon Basile fyrir stigaskorinu með 23 stig, og var stutt frá þrefaldri tvennu. Níu fráköst og átta stoðsendingar frá honum. Lisandro Rasio kom eins og þrumufleygur inn af bekknum. Klikkaði aðeins úr einu skoti utan af velli í níu tilraunum og reif niður 13 fráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk bölvanlega að skjóta fyrir utan í kvöld, aðeins sjö þristar ofan í í 36 tilraunum, sem gerir 19 prósent nýtingu. Damier Pitts og Ólafur Ólafsson áttu 20 af þessum skotum, Ólafur 2/11 og Pitts 2/9. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar setja sjötta sigurinn í röð í bókina, og eru eftir umferðina með sama sigurhlutfall og Keflavík og Valur í 1. – 3. sæti. Næsti leikur Njarðvíkur er heimaleikur gegn Blikum þann 16. febrúar. Það syrtir í álinn hjá Grindvíkingum sem vonuðust eftir að sækja inn fyrsta sigur í fjórum leikjum hér í kvöld fengu þess í stað skell fyrir skildinga. Þeir halda enn dauðahaldi í síðasta sætið í úrslitakeppninni en það má lítið útaf bregða hjá þeim í næstu leikjum. Þeir eiga leik næst á útivelli gegn Tindastól 16. febrúar. Við ákváðum að snúa bökum saman og gera þetta aðeins einfaldara Fimm ... ?Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson, sem þjálfaði lið Njarðvíkur í kvöld í forföllum Benedikts Guðmundssonar, sagði að um leið og hans menn fóru að gera hlutina af fullum krafti þá hefði eftirleikurinn verið auðveldur. „Virkilega ánægður með að koma til baka eftir þennan þriðjaleikhluta og frábært að ná í tvö stig hérna í kvöld. Við spjölluðum aðeins saman þegar við tókum þetta leikhlé. Vorum að gera hlutina ekki af fullri ákefð eins og við vorum að gera í fyrri hálfleik. Þá gengu Grindvíkingar bara á lagið. Þegar þeir setja nokkra þrista þá er voðinn vís. Við ákváðum að snúa bökum saman og gera þetta aðeins einfaldara. Ráðast á rétta staði sóknarlega. Fórum að gera þetta af meiri ákefð varnarlega og þá kom þetta." Breiddin var drjúg fyrir Njarðvíkinga í kvöld og sagði Daníel að í leikjum eins og þessum skipti miklu máli að geta sótt djúpt á bekkinn. „Þegar einhver á „off“ dag þá bara róterum við og menn þurfa að koma inn klárir. Ef það er ekki svo þá bara fara menn og sitja og koma tilbúnir inn í næsta.“ Daníel tók undir að Lisandro Rasio og Mario Matasovic hefðu verið eins og smitandi orkusprautur á vellinum í kvöld, en vildi þó nefna Loga Gunnarsson sérstaklega. Daníel Guðni var líflegur að venju.Vísir/Hulda Margrét „Algjört lykilatriði. Svo verð ég líka að nefna aldursforsetann í liðinu. Hann fer í Pitts, býr til smá æsing, er að pressa og stelur boltanum af honum í eitt skipti. Þetta bara skiptir máli þegar menn eru að koma inná og ná sér í mínútur. Oddur ekki með í kvöld, lykilmaður, þá opnast bara fleiri mínútur fyrir aðra og þegar við erum að spila af svona mikilli aðferð þá er gott að geta skipt mikið inná. Nú þurfa menn bara að fara að leggja ennþá meira í púkkið og gera sig klára fyrir úrslitakeppnina.“ Benedikt Guðmundsson var mættur í hús rétt fyrir leikslok. Daníel sagði að hann hefði ekki reynt að stela senunni, það hefði einfaldlega verið ánægjulegt að landa þessu sigri í kvöld og leyfa Benna að njóta. „Ánægður með hann. Hann kom beint úr flugvélinni í Íslandspeysunni og sá sigur hér í kvöld. Það er alltaf erfitt að koma hérna og sækja sigur.“ Ef ég er svona andlaus, þá eru ansi margir bara mjög andlausir Ólafur Ólafsson [efri].Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var langt frá sinni bestu frammistöðu, þrátt fyrir 15 stig og 13 fráköst. Hann sagðist taka þetta tap á sig persónulega, hann yrði að gera betur í að drífa sína menn áfram. „Við náðum aldrei að brjóta þá. Við vorum bara andlausir, sérstaklega ég. Ég tek fúslega á mig, ég var bara glataður í dag. Ég er gæinn sem á að vera að öskra á þá, segja þeim hvað þeir eiga að gera og hvetja þá áfram. Ég var bara ekki nógu góður í því í dag. Ef ég er svona andlaus, þá eru ansi margir bara mjög andlausir. Við vorum bara slakir bæði sóknar- og varnarlega.“ Í þriðja leikhluta kom vonarneisti frá Grindvíkingum sem fjaraði svo undan í fjórða. Var það reynsla Njarðvíkinga sem kom þeim yfir hjallinn að þessu sinni? „Eigum við ekki að segja að það séu fleiri menn bara? Við erum að reyna að spila á ansi fáum mönnum. Fínt að fá Zoran inn, sem kemur inn með aðra vídd. Hann er ennþá að kynnast þessu. Búinn að vera hjá okkur í tíu daga. Zoran Vrkic gekk í raðir Grindavíkur á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ansi stutt niður í fallsæti fyrir Grindvíkinga. Það hlýtur að vera smá skjálfti í mönnum? „Ég er ekkert að pæla í þessu. Ég hugsa bara fyrst og fremst um okkar gengi og liðið sem ég á að vera að leiða hérna áfram og get ekkert verið að pæla í öðrum liðum. Við gætum alveg eins bara farið á Sauðárkrók og rúllað þeim upp, það er aldrei að vita. En það skiptir rosalega miklu máli hvernig þú kemur inn í svona leiki, sérstaklega þegar þú ert með svona grunnan bekk, við þurfum að vera klárir frá fyrstu mínútu.“ Subway-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík
Njarðvíkingar mættu til Grindavíkur í miklum ham í kvöld, búnir að vinna fimm leiki í röð, þar sem þeir mættu löskuðu liði Grindvíkinga. Heimamenn án Gaios Skordilis sem tók út leikbann og komu inn í þennan leik með fjóra ósigra í röð á bakinu. Fór það svo að gestirnir unnu öruggan sigur. Sigur í raun lífsnauðsynlegur fyrir Grindvíkinga sem eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar en það var ekki að sjá á þeim í upphafi leiks að það væri mikið undir í kvöld. Þeir virkuðu bæði and- og orkulausir á báðum endum vallarins og var 2. leikhlutinn þeim sérstaklega erfiður. Damier Erik Pitts í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar voru að hitta vel fyrir utan, með þriggjastiganýtingu rétt undir 50 prósent, meðan að Grindvíkingar brenndu af hverju skotinu á fætur öðru. Damier Pitts sá eini með einhverju lífsmarki í þeirra röðum framan af, en sóknarleikurinn stirður og flæði varla til staðar. Jóhann Þór Ólafsson hefur þó náð að koma einhverjum skýrum skilaboðum til sinna manna í hálfleik þar sem þeir voru miklu líflegri. Grindvíkingar með mikla yfirburði í 3. leikhluta en það var þó skammgóður vermir. Mögulega voru þeir hreinlega sprungnir á limminu, enda að rúlla á fáum leikmönnum. Aðeins sex leikmenn heimamanna spiluðu marktækar mínútur í kvöld. Njarðvíkingar í það minnsta völtuðu hreinlega yfir Grindvíkinga í 4. leikhlutanum, þar sem staðan fór úr 59-65 í upphafi hans, í 71-94. Sanngjarn sigur Njarðvíkinga niðurstaðan þrátt fyrir heiðarlega tilraun heimamanna til að koma til baka í seinni hálfleik. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Njarðvík? Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði eftir leik að það væri sennilega við hæfi að yfirskrift þessa leiks væri: „Liðsheildin vinnur einstaklinginn“ og hann hitti naglann á höfuðið þar. Njarðvíkingar fengu yfir 15 stig frá fjórum leikmönnum, og voru með 21 stoðsendingu gegn átta hjá Grindavík. Hverjir stóðu uppúr? Hjá heimamönnum var það Damier Pitts sem dró vagninn sóknarlega, með 27 stig, en einungis þrjár stoðsendingar og bætti við sjö töpuðum boltum. Hann saknaði klárlega gríska vinar síns Gaios Skordilis og þeirri vídd sem hann kemur með í vagg og veltu sóknarleik Grindvíkinga. Dedrick Deon Basile á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Hjá Njarðvíkum fór Dedrick Deon Basile fyrir stigaskorinu með 23 stig, og var stutt frá þrefaldri tvennu. Níu fráköst og átta stoðsendingar frá honum. Lisandro Rasio kom eins og þrumufleygur inn af bekknum. Klikkaði aðeins úr einu skoti utan af velli í níu tilraunum og reif niður 13 fráköst. Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk bölvanlega að skjóta fyrir utan í kvöld, aðeins sjö þristar ofan í í 36 tilraunum, sem gerir 19 prósent nýtingu. Damier Pitts og Ólafur Ólafsson áttu 20 af þessum skotum, Ólafur 2/11 og Pitts 2/9. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar setja sjötta sigurinn í röð í bókina, og eru eftir umferðina með sama sigurhlutfall og Keflavík og Valur í 1. – 3. sæti. Næsti leikur Njarðvíkur er heimaleikur gegn Blikum þann 16. febrúar. Það syrtir í álinn hjá Grindvíkingum sem vonuðust eftir að sækja inn fyrsta sigur í fjórum leikjum hér í kvöld fengu þess í stað skell fyrir skildinga. Þeir halda enn dauðahaldi í síðasta sætið í úrslitakeppninni en það má lítið útaf bregða hjá þeim í næstu leikjum. Þeir eiga leik næst á útivelli gegn Tindastól 16. febrúar. Við ákváðum að snúa bökum saman og gera þetta aðeins einfaldara Fimm ... ?Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson, sem þjálfaði lið Njarðvíkur í kvöld í forföllum Benedikts Guðmundssonar, sagði að um leið og hans menn fóru að gera hlutina af fullum krafti þá hefði eftirleikurinn verið auðveldur. „Virkilega ánægður með að koma til baka eftir þennan þriðjaleikhluta og frábært að ná í tvö stig hérna í kvöld. Við spjölluðum aðeins saman þegar við tókum þetta leikhlé. Vorum að gera hlutina ekki af fullri ákefð eins og við vorum að gera í fyrri hálfleik. Þá gengu Grindvíkingar bara á lagið. Þegar þeir setja nokkra þrista þá er voðinn vís. Við ákváðum að snúa bökum saman og gera þetta aðeins einfaldara. Ráðast á rétta staði sóknarlega. Fórum að gera þetta af meiri ákefð varnarlega og þá kom þetta." Breiddin var drjúg fyrir Njarðvíkinga í kvöld og sagði Daníel að í leikjum eins og þessum skipti miklu máli að geta sótt djúpt á bekkinn. „Þegar einhver á „off“ dag þá bara róterum við og menn þurfa að koma inn klárir. Ef það er ekki svo þá bara fara menn og sitja og koma tilbúnir inn í næsta.“ Daníel tók undir að Lisandro Rasio og Mario Matasovic hefðu verið eins og smitandi orkusprautur á vellinum í kvöld, en vildi þó nefna Loga Gunnarsson sérstaklega. Daníel Guðni var líflegur að venju.Vísir/Hulda Margrét „Algjört lykilatriði. Svo verð ég líka að nefna aldursforsetann í liðinu. Hann fer í Pitts, býr til smá æsing, er að pressa og stelur boltanum af honum í eitt skipti. Þetta bara skiptir máli þegar menn eru að koma inná og ná sér í mínútur. Oddur ekki með í kvöld, lykilmaður, þá opnast bara fleiri mínútur fyrir aðra og þegar við erum að spila af svona mikilli aðferð þá er gott að geta skipt mikið inná. Nú þurfa menn bara að fara að leggja ennþá meira í púkkið og gera sig klára fyrir úrslitakeppnina.“ Benedikt Guðmundsson var mættur í hús rétt fyrir leikslok. Daníel sagði að hann hefði ekki reynt að stela senunni, það hefði einfaldlega verið ánægjulegt að landa þessu sigri í kvöld og leyfa Benna að njóta. „Ánægður með hann. Hann kom beint úr flugvélinni í Íslandspeysunni og sá sigur hér í kvöld. Það er alltaf erfitt að koma hérna og sækja sigur.“ Ef ég er svona andlaus, þá eru ansi margir bara mjög andlausir Ólafur Ólafsson [efri].Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga var langt frá sinni bestu frammistöðu, þrátt fyrir 15 stig og 13 fráköst. Hann sagðist taka þetta tap á sig persónulega, hann yrði að gera betur í að drífa sína menn áfram. „Við náðum aldrei að brjóta þá. Við vorum bara andlausir, sérstaklega ég. Ég tek fúslega á mig, ég var bara glataður í dag. Ég er gæinn sem á að vera að öskra á þá, segja þeim hvað þeir eiga að gera og hvetja þá áfram. Ég var bara ekki nógu góður í því í dag. Ef ég er svona andlaus, þá eru ansi margir bara mjög andlausir. Við vorum bara slakir bæði sóknar- og varnarlega.“ Í þriðja leikhluta kom vonarneisti frá Grindvíkingum sem fjaraði svo undan í fjórða. Var það reynsla Njarðvíkinga sem kom þeim yfir hjallinn að þessu sinni? „Eigum við ekki að segja að það séu fleiri menn bara? Við erum að reyna að spila á ansi fáum mönnum. Fínt að fá Zoran inn, sem kemur inn með aðra vídd. Hann er ennþá að kynnast þessu. Búinn að vera hjá okkur í tíu daga. Zoran Vrkic gekk í raðir Grindavíkur á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ansi stutt niður í fallsæti fyrir Grindvíkinga. Það hlýtur að vera smá skjálfti í mönnum? „Ég er ekkert að pæla í þessu. Ég hugsa bara fyrst og fremst um okkar gengi og liðið sem ég á að vera að leiða hérna áfram og get ekkert verið að pæla í öðrum liðum. Við gætum alveg eins bara farið á Sauðárkrók og rúllað þeim upp, það er aldrei að vita. En það skiptir rosalega miklu máli hvernig þú kemur inn í svona leiki, sérstaklega þegar þú ert með svona grunnan bekk, við þurfum að vera klárir frá fyrstu mínútu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti