Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 10:57 Eflingarliðar reyndu að stöðva Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem var á leið af ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43