Arion hagnaðist um fimm milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2023 23:47 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um rúma fimm milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tímabili árið 2021 var hagnaðurinn rúmir 6,5 milljarðar króna. Hagnaður á hlut var 3,44 krónur en á fjórða ársfjórðungi 2021 var hann 4,26. Arion varði 32,3 milljörðum króna í arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa á síðasta ári. Þá leggur stjórn bankans til að greiddur verði 8,5 krónu arður á hlut, sem samsvarar um 12,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans voru 1.470 milljarðar króna í lok árs 2022, samanborið við 1.314 milljarða í lok 2021. Lán til viðskiptavina jukust um 15,9 prósent á síðasta ári. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um ársfjórðungsuppgjörið hér á vef Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir í yfirlýsingu sem fylgir uppgjörinu að starfsemi bankans hefði gengið vel á síðasta ári, þrátt fyrir krefjandi aðstæður. „Orkuverð hefur hækkað og verðbólga náð sjaldséðum hæðum í mörgum af okkar nágrannalöndum. Ísland er vissulega fjarri stríðsátökunum en við höfum ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem þeim fylgir. Engu að síður var þróttur í íslensku efnahagslífi á árinu og útlit fyrir að hagvöxtur verði um 6-7%, meðal annars í krafti þess að við erum að miklu leyti sjálfbær í orkumálum með okkar grænu vatnsorku og jarðvarma. Arðsemi Arion banka á árinu 2022 var góð og yfir arðsemismarkmiði okkar. Vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi, sem bankinn hefur skilgreint sem sínar kjarnatekjur, hækkuðu um 17,5%, en krefjandi markaðsaðstæður leiddu til þess að fjármagnstekjur bankans voru neikvæðar um þrjá milljarða. Staða bankans er áfram mjög sterk og eiginfjár- og lausafjárhlutföll vel yfir markmiðum bankans. Tillaga er gerð um 12,5 ma.kr. arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2022 og bankinn heldur áfram með endurkaup á eigin bréfum, sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans,“ segir Benedikt. Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hagnaður á hlut var 3,44 krónur en á fjórða ársfjórðungi 2021 var hann 4,26. Arion varði 32,3 milljörðum króna í arðgreiðslur og endurkaup eigin bréfa á síðasta ári. Þá leggur stjórn bankans til að greiddur verði 8,5 krónu arður á hlut, sem samsvarar um 12,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans voru 1.470 milljarðar króna í lok árs 2022, samanborið við 1.314 milljarða í lok 2021. Lán til viðskiptavina jukust um 15,9 prósent á síðasta ári. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar um ársfjórðungsuppgjörið hér á vef Arion banka. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir í yfirlýsingu sem fylgir uppgjörinu að starfsemi bankans hefði gengið vel á síðasta ári, þrátt fyrir krefjandi aðstæður. „Orkuverð hefur hækkað og verðbólga náð sjaldséðum hæðum í mörgum af okkar nágrannalöndum. Ísland er vissulega fjarri stríðsátökunum en við höfum ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem þeim fylgir. Engu að síður var þróttur í íslensku efnahagslífi á árinu og útlit fyrir að hagvöxtur verði um 6-7%, meðal annars í krafti þess að við erum að miklu leyti sjálfbær í orkumálum með okkar grænu vatnsorku og jarðvarma. Arðsemi Arion banka á árinu 2022 var góð og yfir arðsemismarkmiði okkar. Vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi, sem bankinn hefur skilgreint sem sínar kjarnatekjur, hækkuðu um 17,5%, en krefjandi markaðsaðstæður leiddu til þess að fjármagnstekjur bankans voru neikvæðar um þrjá milljarða. Staða bankans er áfram mjög sterk og eiginfjár- og lausafjárhlutföll vel yfir markmiðum bankans. Tillaga er gerð um 12,5 ma.kr. arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2022 og bankinn heldur áfram með endurkaup á eigin bréfum, sem er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans,“ segir Benedikt.
Arion banki Íslenskir bankar Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira