Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira