Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 18:22 Halldór Benjamín Þorbergsson segir blað brotið í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins með slíkum samningi ríkssáttasemjara og Eflingar. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag féll Aðalsteinn Leifsson frá aðfararbeiðninni að loknum fundi með lögmanni Eflingar. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. „Þetta er bara enn einn tafaleikurinn af hálfu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun sáttasemjara. Í gær 7. febrúar hélt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar því fram að umrædd kjörskrá væri hreinlega ekki til. Efling hefur einnig krafist þess að Aðalsteinn ríkissáttasemjari víki sæti sökum vanhæfis og að staðgengill verði skipaður í hans stað í kjaradeilunni. „Þetta virðist vera einhver tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð,“ segir Halldór Benjamín. „Það er algjörlega ólíðandi að Efling sé ekki að fylgja úrskurði héraðsdóms. Enn á ný er brotið blað í sögu samskipta aðila vinnumarkaðarins sem leiðir til þessa fordæmalausa samnings.“ „Efling er bara að þráast við og neitar að verða við úrskurði héraðsdóms, sem er ótrúleg staða í mínum huga og félaginu til háborinnar skammar,“ bætir hann við. Enginn fótur fyrir verkfallsbrotum Verkföll hófust á hádegi í gær á Íslandshótelum. Verkfallsverðir Eflingar mættu fyrir utan Fosshótel í Bríetartúni dag og fullyrti Sólveig Anna þá að verið sé að fremja verkfallsbrot á hótelum Íslandshótela. Halldór Benjamín segir engan fót fyrir þeim ásökunum. „Við höfnum þeim ávirðingum að öllu leyti.“ Ekki hefur náðst í Davíð Torfa Ólafsson, framkvæmdastjóra Íslandshótela vegna ásakana um verkfallsbrotin.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46