Sádarnir halda áfram að koma á óvart í fótboltanum: Veglegur bónus á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Salem Aldawsari fagnar marki á móti Flamengo. Hann hefur heldur betur skapað sér nafn í sigrum á argentínsku landsliði og brasilísku félagsliði á síðustu mánuðum. AP/Mosa'ab Elshamy Al-Hilal er komið í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta fyrst félaga frá Sádí Arabíu. Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það. Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það.
Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira