Sjáðu þegar James sló metið og allt trylltist Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 07:30 Hlé var gert á leiknum þegar LeBron James bætti stigametið og hann fékk að fagna með dóttur sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir framan aragrúa ljósmyndara. AP/Ashley Landis LeBron James varð í nótt stigahæsti leikmaður í allri sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hann skoraði 38 stig fyrir Los Angeles Lakers í 133-130 tapi gegn Oklahoma City Thunder. James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023 NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
James þurfti 36 stig í leiknum til að bæta met Kareem Abdul-Jabbar sem hafði átt metið í 39 ár. Hann sló metið með fallegu skoti þegar um ellefu sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda í Los Angeles í nótt. Raunar varð allt stopp, þó að hvorki leikhlutanum né leiknum væri lokið, og ljósmyndarar flykktust inn á völlinn til að mynda James sem fékk tíma til að njóta stundarinnar og fagna áfanganum með fjölskyldu sinni inni á vellinum. 38,388 POINTSLeBron James hits the fadeaway jumper to become the NBA s all-time leading scorer! #ScoringKing pic.twitter.com/P5LyTZAZn3— NBA (@NBA) February 8, 2023 Allir vissu að leikurinn í gær gæti orðið leikurinn þar sem að James bætti metið og áhorfendur biðu í ofvæni eftir því. Miðar höfðu selst á yfir 100.000 Bandaríkjadali, eða yfir 14 milljónir íslenskra króna, því enginn vildi missa af þessum sögulega atburði. Jabbar var heiðursgestur á leiknum en hann skoraði 38.387 stig á sínum glæsta ferli. Síðustu stig sín skoraði Jabbar í apríl 1984, átta mánuðum áður en LeBron James fæddist. Metið hans James er núna 38.890 og eftir leik sagðist hann sjá fyrir sér að spila í nokkur ár í viðbót, svo að stigunum á bara eftir að fjölga. MIC'D UP LeBron James becomes the NBA's all-time leading scorer.#ScoringKing pic.twitter.com/MbRSyw0SBj— NBA (@NBA) February 8, 2023 „Það að geta verið hérna með svona goðsögn eins og Kareem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði James í ræðu á gólfi hallarinnar eftir að hafa slegið metið, og bað fólk að rísa úr sætum og fagna Jabbar, sem afhenti honum bolta með táknrænum hætti um að nú væri nýr stigakóngur tekinn við embætti. Þá þakkaði James fjölskyldu sinni, Lakers, NBA-deildinni og öllum þeim sem hjálpað hefðu honum á leiðinni að stigametinu. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um en ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um eins góða stund og þessa sem ég upplifi hér í kvöld. Fokk maður, takk allir,“ sagði James í ræðunni sem sjá má hér að neðan. A lifetime of work leading to this moment.Dreams to reality for the all-time #ScoringKing pic.twitter.com/y26vNTsNSE— NBA (@NBA) February 8, 2023
NBA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira