Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 15:28 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, gerir ráð fyrir að loka þurfi einhverjum hótelana á næstu dögum. Vísir/Arnar Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. „Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
„Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30