Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 13:52 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hafnar því að hann sé vanhæfur til að miðla málum milli Eflingar og SA. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. „Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Ég minni á að það er oft þannig þegar er málefnalegur ágreiningur að þá er hann gerður persónulegur. Þetta er ekki persónulegur ágreiningur og alls ekki af minni hálfu. Ég er bara að sinna skyldu minni sem embættismaður eins vel og ég get,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Þannig að þú telur þig ekki vanhæfan í þessu máli? „Ég tel mig ekki vanhæfan í þessu máli, nei.“ Eins og áður segir lýsti Efling formlega yfir vantrausti á ríkissáttasemjara í morgun og krafðist þess að hann víki úr sæti. Segir í svari sáttasemjara við bréfi Eflingar: „Skemmst er frá því að sgeja að kröfunni er hafnað.“ Vísar ríkissáttasemjari til þess að héraðsdómur hafi í gær komist að þeirri niðurstöðu að Eflingu beri að afhenda kjörskrá sína svo hægt sé að leggja miðlunartillögu hans í atkvæðagreiðslu. „Þeim úrskurði hefur Efling ekki sinnt og er mér því sá kostur nauðugur að freista þess að knýja fram afhendinguna með aðfararbeiðni. Þá aðfararbeiðni lagði ég fram hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun,“ segir í svari Aðalsteins. Hann segist þá ekki geta fallist á það að hann hafi tekið „eindregna afstöðu gegn Eflingu stéttarfélagi í fjölmiðlum“ eins og staðhæft er í bréfi Eflingar. „Ég hef hins vegar krafist afhendingar kjörskrár Eflingar lögum samkvæmt en þeirri kröfu minni hefur Efling ekki sinnt - þrátt fyrir úrskurð dómara þar að lútandi,“ skrifar sáttasemjari í bréfinu. „Ég hef í einu og öllu sinnt lagaskyldu minni í þessu máli. Þá hef ég í hvívetna gætt hlutlægni í mínum störfum nú sem endranær. Ég tel mig hæfan að lögum til að fara áfram með málið. Kröfu Eflingar um að ég víki sæti í vinnudeilu [við Samtök atvinnulífsins] er því hafnað.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27