Verkfall er hafið á Íslandshótelum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 12:30 Sólveig Anna á baráttufundi Eflingar í Iðnó. Vísir/Vilhelm Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Verkföllin eru ótímabundin og á sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu: Fosshótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Grand, Hótel Reykjavík Saga, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará. Eflingarliðar sem lagt hafa niður störf geta skráð sig á lista í Iðnó til að fá verkfallsgreiðslur.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar býst við mikilli mætingu á baráttufund félagsins í Iðnó sem hófst á hádegi. „Hingað koma félagar okkar sem hafa nú lagt niður störf. Þeir skrá sig hér vegna verkfallsstyrksins og svo verðum við hér saman, einhver ávörp flutt en fyrst og fremst er tilgangur fundarins að við hittumst, að við getum miðlað öllum upplýsingum sem fólk vill fá og svo það sem mikilvægast er að við finnum samstöðuna og kraftinn sem henni fylgir og blæs okkur baráttuanda í brjóst,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Ég reikna ekki með að við verðum með verkfallsvörslu í dag. Við verðum hér fram eftir degi en svo hefst verkfallsvarsla á morgun.“ Efling lýsti í dag formlega yfir vantrausti á hendur Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara vegna miðlunartillögu hans í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og lagði fram kröfu um að hann stígi til hliðar. Ríkissáttasemjari hefur þó boðað samninganefndirnar á fund klukkan 15:30. „Það hefur ekki borist svar vegna þeirrar kröfu okkar og svo það komi fram hér með skýrum hætti þá hafa engir formlegir fundir verið boðaðir þannig að sá fréttaflutningur sem var hér í gangi fyrir hádegi að Efling væri ekki að mæta á boðaða fundi er ekki rétt. Það hefur enginn fundur verið boðaður í dag.“ Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins mættur á baráttufund. Vísir/Vilhelm Mikill baráttuhugur sé í fólki. „Við auðvitað vonum að hlutirnir fari vel fram í dag og ríkissáttasemjari átti sig á alvarleika málsins, segi sig frá málinu og vonum að þær verkfallsaðgerðir sem nú eru að hefjast verði til þess að Samtök atvinnulífsins komi að samningsborðinu og geri við okkur Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk.“ Atkvæðagreiðslu hjá Eflingarliðum á Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun lýkur klukkan 18 í dag. Verði verkfall samþykkt hefst það klukkan 12 á hádegi 15. febrúar næstkomandi.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27 Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46 Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Segir kjörskrána ekki vera til Verkfallsaðgerðir hjá félögum Eflingar á Íslandshótelum hefjast á hádegi í dag. Formaður Eflingar segir stemninguna í hópnum vera góða. Hún ætlar ekki að afhenda kjörskrána og segir hana ekki vera til. 7. febrúar 2023 11:27
Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. 7. febrúar 2023 10:46
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22