Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. febrúar 2023 12:29 Óveðrið kom og fór hratt í morgun. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð. Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir á öllu landinu í gærkvöldi og samhæfingarstöð opnuð klukkan fimm í morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og er síðasta appelsínugula viðvörunin í gildi til klukkan hálf tvö í dag á Austfjörðum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir versta veðrið núna á norðaustan og austanverðu landinu, þar sem hvað hvassast er í kringum Kópaskeri og Raufarhöfn, sem og á Austfjörðum, þar sem líklega á eftir að hvessa meira, og undir Vatnajökli. „Þetta gengur síðan bara eins og spár gerðu ráð fyrir áfram til austurs og verður svona meira og minna úr sögunni á milli eitt og tvö í dag. Í kjölfarið er suðvestanátt hérna vestantil á landinu með dimmum éljum og stundum takmörkuðu skyggni, en það verður ekki jafn mikil úrkoma eða éljagangur á austanverðu landinu þegar veðrið hefur runnið sitt skeið,“ segir Elín. Vefur Veðurstofunnar lá niðri í dag en talið er að rafmagnstruflanir sem urðu í morgun hafi haft áhrif á kerfi þeirra. Hægt var þó að veita flugveðurþjónustu og þjónustað viðbragðsaðila og var unnið að því að endurræsa kerfin fyrir hádegi. Flugsamgöngur að komast í eðlilegt horf en áfram þungfært á vegum Ákveðið var að loka vegum á borð við Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiði um tíma í morgun. Áfram er hálka, skafrenningur og þæfingsfærð víða. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru vegir lokaðir á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá voru raskanir á flugsamgöngum en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðum frá Norður Ameríku og til Evrópu hafa verið aflýst í morgun. „Veðrið gekk þarna yfir akkúrat á þeim tíma sem að flug var að koma inn frá Ameríku og út til Evrópu en við búumst við að við verðum að mestu leyti á áætlun núna eftir hádegi,“ segir Guðni. Um 800 farþegar hafi nýtt sér það að flýta ferðum eða seinka þeim um einn dag sem hafi hafi hjálpað mikið til. Staðan á Keflavíkurflugvelli sé nú betri þar sem hið versta er gengið yfir. „Það fylgdi þessu líka mikil hálka og snjókoma á flugvellinum og nú er bara unnið að snjóhreinsun þannig hægt sé að starfrækja flugið eftir hádegi,“ segir hann. Hvað innanlandsflug varðar var því aflýst seinni partinn í gær en stefnt er á að fljúga til Akureyrar og Egilstaða eftir hádegi. Getum haldið áfram með lífið eftir hádegi Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þau reikna með að óvissustigi verði aflétt fljótlega eftir hádegi þegar síðustu viðvaranir hafa runnið sitt skeið. „Þetta kom hratt inn eins og búist var við og fór hratt, sem að voru góðu fréttir dagsins. Það voru sem betur fer fáir á ferli snemma í morgun þegar veðrið fór svona helst yfir, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjördís og bætir við að veðrið hafi verið slæmt víða þó einhverjir hafi kannski ekki tekið eftir því. Nokkuð var um að bílar sátu fastir og þurfti meðal annars að bjarga fólki af Hellisheiðinni og þar um kring. Björgunarsveitir hafi verið til taks til að koma fólki til byggða en þar sem fólk hafi síður verið á ferli þá hafi verið minna að gera og hafa þau ekki heyrt af foktjóni. „Ég hugsa að þetta hafi bara farið eins vel og þetta gat farið, það hljómar alla vega þannig. Við höfum verið með samráðsfundi, fyrst klukkan sex í morgun með viðbragsðaðilum og aðgerðarstjórnum víða um land og svo aftur núna klukkan tíu, og það virðist vera að við getum bara haldið áfram með lífið okkar í hádeginu,“ segir Hjördís. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11 „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10 Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27 Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17 Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir á öllu landinu í gærkvöldi og samhæfingarstöð opnuð klukkan fimm í morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tók gildi klukkan sex í morgun og er síðasta appelsínugula viðvörunin í gildi til klukkan hálf tvö í dag á Austfjörðum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir versta veðrið núna á norðaustan og austanverðu landinu, þar sem hvað hvassast er í kringum Kópaskeri og Raufarhöfn, sem og á Austfjörðum, þar sem líklega á eftir að hvessa meira, og undir Vatnajökli. „Þetta gengur síðan bara eins og spár gerðu ráð fyrir áfram til austurs og verður svona meira og minna úr sögunni á milli eitt og tvö í dag. Í kjölfarið er suðvestanátt hérna vestantil á landinu með dimmum éljum og stundum takmörkuðu skyggni, en það verður ekki jafn mikil úrkoma eða éljagangur á austanverðu landinu þegar veðrið hefur runnið sitt skeið,“ segir Elín. Vefur Veðurstofunnar lá niðri í dag en talið er að rafmagnstruflanir sem urðu í morgun hafi haft áhrif á kerfi þeirra. Hægt var þó að veita flugveðurþjónustu og þjónustað viðbragðsaðila og var unnið að því að endurræsa kerfin fyrir hádegi. Flugsamgöngur að komast í eðlilegt horf en áfram þungfært á vegum Ákveðið var að loka vegum á borð við Hellisheiði, Þrengslin og Mosfellsheiði um tíma í morgun. Áfram er hálka, skafrenningur og þæfingsfærð víða. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi eru vegir lokaðir á nokkrum stöðum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Þá voru raskanir á flugsamgöngum en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ferðum frá Norður Ameríku og til Evrópu hafa verið aflýst í morgun. „Veðrið gekk þarna yfir akkúrat á þeim tíma sem að flug var að koma inn frá Ameríku og út til Evrópu en við búumst við að við verðum að mestu leyti á áætlun núna eftir hádegi,“ segir Guðni. Um 800 farþegar hafi nýtt sér það að flýta ferðum eða seinka þeim um einn dag sem hafi hafi hjálpað mikið til. Staðan á Keflavíkurflugvelli sé nú betri þar sem hið versta er gengið yfir. „Það fylgdi þessu líka mikil hálka og snjókoma á flugvellinum og nú er bara unnið að snjóhreinsun þannig hægt sé að starfrækja flugið eftir hádegi,“ segir hann. Hvað innanlandsflug varðar var því aflýst seinni partinn í gær en stefnt er á að fljúga til Akureyrar og Egilstaða eftir hádegi. Getum haldið áfram með lífið eftir hádegi Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þau reikna með að óvissustigi verði aflétt fljótlega eftir hádegi þegar síðustu viðvaranir hafa runnið sitt skeið. „Þetta kom hratt inn eins og búist var við og fór hratt, sem að voru góðu fréttir dagsins. Það voru sem betur fer fáir á ferli snemma í morgun þegar veðrið fór svona helst yfir, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hjördís og bætir við að veðrið hafi verið slæmt víða þó einhverjir hafi kannski ekki tekið eftir því. Nokkuð var um að bílar sátu fastir og þurfti meðal annars að bjarga fólki af Hellisheiðinni og þar um kring. Björgunarsveitir hafi verið til taks til að koma fólki til byggða en þar sem fólk hafi síður verið á ferli þá hafi verið minna að gera og hafa þau ekki heyrt af foktjóni. „Ég hugsa að þetta hafi bara farið eins vel og þetta gat farið, það hljómar alla vega þannig. Við höfum verið með samráðsfundi, fyrst klukkan sex í morgun með viðbragsðaðilum og aðgerðarstjórnum víða um land og svo aftur núna klukkan tíu, og það virðist vera að við getum bara haldið áfram með lífið okkar í hádeginu,“ segir Hjördís.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11 „Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10 Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27 Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17 Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. 7. febrúar 2023 06:11
„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“ Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir. 6. febrúar 2023 23:10
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. 6. febrúar 2023 20:27
Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6. febrúar 2023 10:17
Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. 5. febrúar 2023 18:28