20.068 fengu ávísað ADHD lyfjum og notkunin eykst enn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2023 08:10 Drengir á unglingsaldri eru stærsti einstaki hópurinn sem fær ávísað ADHD lyfjum. Getty Notkun ADHD lyfja jókst um 12,3 prósent milli ára 2021 til 2022 en fyrra árið nam hún 51 dagskammti á hverja 1.000 íbúa en 57 dagskömmtum seinna árið. Þetta er minni aukning en undanfarin ár. Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Frá þessu er greint í Talnabrunni landlæknisembættisins en þar segir að árið 2022 hafi 20.680 einstaklingar fengið ávísað lyfjum við ADHD, þar af 6.807 börn og 13.873 fullorðnir. Þetta samsvarar því að 55 af hverjum 1.000 íbúum hafi fengið ávísað ADHD lyfjum. Þetta er 11,1 prósent aukning frá fyrra ári. „Hlutfall þeirra sem fengu ávísað slíkum lyfjum var mun hærra hjá börnum en fullorðnum eða 81 af hverjum 1.000 börnum samanborið við 47 af hverjum 1.000 fullorðnum,“ segir í Talnabrunni. Þá segir að notkunin hafi verið mest á meðal drengja á aldrinum 15-17 ára, þar sem 181 af hverjum 1.000 drengjum fengu ávísun á adrenvirk lyf. „Notkunin var litlu minni hjá drengjum á aldrinum 10-14 ára (177/1.000). Á meðal stúlkna er notkunin einnig mest í aldurshópnum 15-17 ára þar sem 130 af hverjum 1.000 stúlkum fengu slíku lyfi ávísað a.m.k. einu sinni 2022.“ Færist í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða Í Talnabrunninum segir að talsverð breyting hafi orðið á notkunarmynstri ADHD lyfja á síðustu fjórum árum. Metýlfenidat er mest notaða lyfið í flokknum, eða um 67 prósent af heildarmagni, en hlutfall lisdex-amfetamíns hefur farið ört vaxandi frá 2017 og er nú um 28 prósent af heildarmagni afgreiddra lyfja. „Aukna notkun lisdexamfetamíns má a.m.k. að hluta til rekja til þess að fyrrnefnt lyfið er á óvirku formi við inntöku og verður fyrst virkt við upptöku lyfsins úr meltingarvegi. Þessi eiginleiki lisdexamfetamíns verður til þess að erfitt er að misnota lyfið á sama hátt og metýlfenidat, sem er á virku formi við inntöku. Ennfremur benda sumar rannsóknir til þess að lyfið hafi minni aukaverkanir en metýlfenidat,“ segir í Talnabrunninum. Notkun ADHD lyfja hefur aukist að meðaltali um 11 prósent hjá börnum og 17 prósent hjá fullorðnum frá árinu 2014. Þá segir að á undanförnum árum hafi færst í vöxt að melatóníni sé ávísað samhliða ADHD lyfjum til að meðhöndla svefnröskun. „Af þeim 20.680 einstaklingum sem fengu ávísað ADHD lyfjum á árinu 2022, fengu 3.908 einstaklingar einnig ávísað melatóníni. Þetta samsvarar því að um 19% einstaklinga á ADHD lyfjum hafi einnig fengið ávísað melatóníni á árinu 2022.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira