Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni í Ísbúð Vesturbæjar er enginn eldur sjáanlegur en töluverður reykur. Brunakerfi hefði farið í gang en enginn hefði verið á veitingastaðnum þegar það gerðist.

Slökkviliðsmenn væru mættir á vettvang.
Uppfært klukkan 17:08
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Eigandi hafi brugðið sér frá og pottur á eldavél hafi brunnið. Eldurinn hafi verið lítill og því brugðið á það ráð að hringja í eigandann sem hafi komið og opnað. Því hafi ekki þurft að brjóta sér leið inn á staðinn.