Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 19:31 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Ívar Fannar Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“ Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01