„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:18 Elva Hrönn segist orðlaus yfir viðtökunum sem hún hefur fengið eftir að hún tilkynnti um framboð sitt til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira