Hyggjast heilla Harvard um helgina: „Vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. febrúar 2023 09:01 Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla. Vísir/Arnar Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur að sérstökum sýningarleik um helgina þar sem íslenskt knattspyrnufólk fær tækifæri til að sýna listir sínar fyrir þjálfurum bandarískra háskólaliða. Þjálfarar frá Boston College og Harvard fara fögrum orðum um íslenska leikmenn. Soccer & Education USA var stofnað árið 2015 og hefur hjálpað fjölda Íslendinga að finna sér háskólastyrk vestanhafs í gegnum fótboltann. Viðburðir sem þessi í Miðgarði í Garðabæ um helgina hjálpar þar mikið til. En hversu mörgum er búist við á staðnum? „Við erum að reikna með að þetta verði svona í kringum 120 leikmenn, stelpur og strákar,“ sagði Brynjar Benediktsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í Sportpakkanum í gær. Klippa: Íslendingar fengið styrkfé upp á fimm milljarða „Varðandi þjálfarana, þá er það fyndna við það að þeir eru enn að bóka sig. Það er náttúrulega svo auðvelt að fljúga hingað frá Boston og New York. En við erum að vona að þetta verði í kringum 40-50 þjálfarar sem horfa um helgina.“ „En síðan tökum við þetta upp með fjórum myndavélum og sendum þetta síðan út, unnið eins og leik í Bestu-deildinni, til Bandaríkjanna. Þannig að verða fullt af augum að horfa á krakkana um helgina.“ Brynjar Benediktsson lék sjálfur með Clemson University í Bandaríkjunum og aðstoðar nú unga leikmenn að fá skólastyrki þar í landi.Vísir/Arnar Aðspurður að því hversu margir krakkar hafi farið út á styrkjum í gegnum fyrirtækið segir Brynjar: „Í kringum 450 leikmenn sem við höfum aðstoðað og það er náttúrulega að vaxa á hverju ári. Í fyrra fór 71 leikmaður og styrkirnir í kringum fimm milljarða hjá þessum leikmönnum. Og ég held að á næsta ári fari enn fleiri út þannig það er bara skemmtilegt.“ segir Brynjar. Harvard vill fleiri Íslendinga vegna árangurs Mundu og Hildar Þjálfarar hjá bæði Boston College og Harvard eru komnir til landsins að fylgjast með leikmönnum um helgina og eru á meðal yfir 40 þjálfara hjá bandarískum háskólum sem verða í Miðgarði um helgina. „Þessi viðburður hefur nýst okkur afar vel. Við höfum haft þrjá framúrskarandi leikmenn hjá Boston College á undanförum sjö til átta árum; Heiðar Ægisson, Stefán Ingi Sigurðarson og Kristófer Konráðsson, sem hafa allir leikið hér á Íslandi eftir útskrift,“ segir Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College. Heiðar og Kristófer eru báðir uppaldir hjá Stjörnunni en Heiðar lék með Val í Bestu-deild karla síðasta sumar, Kristófer lék með Leikni síðari hluta sumars er Breiðhyltingar féllu. Stefán Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki en lék stórvel á láni hjá HK er liðið fór upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College.Vísir/Arnar „Þetta hefur því haft mikið að segja. Allir þrír leikmenn voru leiðtogar í liðum okkar og höfðu sérstaka hæfileika,“ segir Thompson. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard, þjálfar þar bæði Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur. Fleiri íslenskir leikmenn eru svo á leiðinni í skólann. „Þetta hefur skilað okkur miklu. Áslaug [Munda Gunnlaugsdóttir] og Hildur [Þóra Hákonardóttir] eru hjá okkur núna. Þær hafa verið magnaðar á vellinum og mjög góðar í kennslustofunni. Árangur þeirra hefur leitt til þess að fleiri eru á leið til okkar og við vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn þegar fram líða stundir,“ segir McDevitt. Þær Áslaug og Hildur eru báðar leikmenn Breiðabliks en sú fyrrnefnda er einnig fastakona í íslenska landsliðshópnum. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla.Vísir/Arnar Ekkert land skilað eins miklu af sér til starfsins En hvað er það sem aðskilur íslenska leikmenn frá öðrum? „Ég tel að íslensku leikmennirnir okkar hafi skilað okkur mun meiru en leikmenn frá öðrum löndum á síðustu sjö árum. Ég held að ástæðan sé hugarfar þeirra. Þeir eru hæfileikaríkir en þeir hafa sýnt fagmennsku þegar þeir koma hingað, verið góðir liðsfélagar og miklir leiðtogar. Persónuleiki leikmanna sem hafa komið hingað hefur verið sérstakur,“ segir Thompson. „Þau eru mjög vinnusöm og eru viljug til að bæta sig. Svo er skólakerfið hér mjög gott, enskukunnáttan er góð og þau stefna einbeitt að því að ná árangri - bæði innan vallar og í skólastofunni,“ segir McDevitt sem var þá spurður um hvort hann og Harvard muni einblína enn frekar á Ísland í framtíðinni? „Já, vonandi. Reynslan hingað til er góð,“ segir McDevitt. Fótbolti Háskólar Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Soccer & Education USA var stofnað árið 2015 og hefur hjálpað fjölda Íslendinga að finna sér háskólastyrk vestanhafs í gegnum fótboltann. Viðburðir sem þessi í Miðgarði í Garðabæ um helgina hjálpar þar mikið til. En hversu mörgum er búist við á staðnum? „Við erum að reikna með að þetta verði svona í kringum 120 leikmenn, stelpur og strákar,“ sagði Brynjar Benediktsson, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í Sportpakkanum í gær. Klippa: Íslendingar fengið styrkfé upp á fimm milljarða „Varðandi þjálfarana, þá er það fyndna við það að þeir eru enn að bóka sig. Það er náttúrulega svo auðvelt að fljúga hingað frá Boston og New York. En við erum að vona að þetta verði í kringum 40-50 þjálfarar sem horfa um helgina.“ „En síðan tökum við þetta upp með fjórum myndavélum og sendum þetta síðan út, unnið eins og leik í Bestu-deildinni, til Bandaríkjanna. Þannig að verða fullt af augum að horfa á krakkana um helgina.“ Brynjar Benediktsson lék sjálfur með Clemson University í Bandaríkjunum og aðstoðar nú unga leikmenn að fá skólastyrki þar í landi.Vísir/Arnar Aðspurður að því hversu margir krakkar hafi farið út á styrkjum í gegnum fyrirtækið segir Brynjar: „Í kringum 450 leikmenn sem við höfum aðstoðað og það er náttúrulega að vaxa á hverju ári. Í fyrra fór 71 leikmaður og styrkirnir í kringum fimm milljarða hjá þessum leikmönnum. Og ég held að á næsta ári fari enn fleiri út þannig það er bara skemmtilegt.“ segir Brynjar. Harvard vill fleiri Íslendinga vegna árangurs Mundu og Hildar Þjálfarar hjá bæði Boston College og Harvard eru komnir til landsins að fylgjast með leikmönnum um helgina og eru á meðal yfir 40 þjálfara hjá bandarískum háskólum sem verða í Miðgarði um helgina. „Þessi viðburður hefur nýst okkur afar vel. Við höfum haft þrjá framúrskarandi leikmenn hjá Boston College á undanförum sjö til átta árum; Heiðar Ægisson, Stefán Ingi Sigurðarson og Kristófer Konráðsson, sem hafa allir leikið hér á Íslandi eftir útskrift,“ segir Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College. Heiðar og Kristófer eru báðir uppaldir hjá Stjörnunni en Heiðar lék með Val í Bestu-deild karla síðasta sumar, Kristófer lék með Leikni síðari hluta sumars er Breiðhyltingar féllu. Stefán Ingi er uppalinn hjá Breiðabliki en lék stórvel á láni hjá HK er liðið fór upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Bob Thompson, þjálfari karlaliðs Boston College.Vísir/Arnar „Þetta hefur því haft mikið að segja. Allir þrír leikmenn voru leiðtogar í liðum okkar og höfðu sérstaka hæfileika,“ segir Thompson. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard, þjálfar þar bæði Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Hildi Þóru Hákonardóttur. Fleiri íslenskir leikmenn eru svo á leiðinni í skólann. „Þetta hefur skilað okkur miklu. Áslaug [Munda Gunnlaugsdóttir] og Hildur [Þóra Hákonardóttir] eru hjá okkur núna. Þær hafa verið magnaðar á vellinum og mjög góðar í kennslustofunni. Árangur þeirra hefur leitt til þess að fleiri eru á leið til okkar og við vonumst til að fá fleiri íslenska leikmenn þegar fram líða stundir,“ segir McDevitt. Þær Áslaug og Hildur eru báðar leikmenn Breiðabliks en sú fyrrnefnda er einnig fastakona í íslenska landsliðshópnum. Mark McDevitt, þjálfari kvennaliðs Harvard-háskóla.Vísir/Arnar Ekkert land skilað eins miklu af sér til starfsins En hvað er það sem aðskilur íslenska leikmenn frá öðrum? „Ég tel að íslensku leikmennirnir okkar hafi skilað okkur mun meiru en leikmenn frá öðrum löndum á síðustu sjö árum. Ég held að ástæðan sé hugarfar þeirra. Þeir eru hæfileikaríkir en þeir hafa sýnt fagmennsku þegar þeir koma hingað, verið góðir liðsfélagar og miklir leiðtogar. Persónuleiki leikmanna sem hafa komið hingað hefur verið sérstakur,“ segir Thompson. „Þau eru mjög vinnusöm og eru viljug til að bæta sig. Svo er skólakerfið hér mjög gott, enskukunnáttan er góð og þau stefna einbeitt að því að ná árangri - bæði innan vallar og í skólastofunni,“ segir McDevitt sem var þá spurður um hvort hann og Harvard muni einblína enn frekar á Ísland í framtíðinni? „Já, vonandi. Reynslan hingað til er góð,“ segir McDevitt.
Fótbolti Háskólar Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira