Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. febrúar 2023 07:00 Varaformaður PCOS samtaka Íslands kallar eftir aukinni meðvitund um PCOS heilkennið. Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. Notkun umræddra lyfja hefur stóraukist á undanförnum árum en hér á landi er lyfjunum ávísað við bæði áunninni sykursýki og offitu. Lyfin hafa einnig reynst konum með PCOS vel, þau hjálpa því að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Guðrún er sjálf með PCOS heilkennið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, en hefur þó ekki notað lyfin sjálf „Ég hef ekki persónulega reynslu af því en ég veit að það er mikið verið að nota það í PCOS samfélaginu,“ segir hún í samtali við Vísi. Hægt er að fá lyfjunum ávísað við PCOS. Guðrún segir einmitt að margt sé líkt hjá konum með heilkennið og hjá þeim sem eru með sykursýki 2. „Það er svo margt líkt í gangi þar. Í rauninni er stóraukin áhætta á að fá sykursýki 2 ef maður er með PCOS, það er stóraukin áhætta með hækkandi aldri.“ Leiðinlegur vítahringur Guðrún segir að það sé alls ekki búið að rannsaka PCOS nógu vel. „Enda er allt sem tengist hormónum kvenna hræðilega flókið og eitthvað sem karlmenn upplifa ekki,“ segir hún. Ásamt því er ekki nógu mikið talað um PCOS að mati Guðrúnar. „Það er lítið talað um hann. 75% kvenna með PCOS eru í yfirþyngd. Það er ekkert kúl að vera í yfirþyngd, það er ekki talað fallega um fólk í yfirþyngd í samfélaginu. Þannig þetta er kannski svona hópur sem er ekki duglegur að láta heyra í sér.“ Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða. Einnig segir hún það vera vandamál að þegar konur í ofþyngd fara til læknis þá er þeim sagt að létta sig í stað þess að farið sé í að greina nákvæmlega hvað er að. „Það er nefnilega svo ótrúlega stórt vandamál. Það er það fyrsta sem þú færð: „Þú verður bara að léttast“ - hvað sem vandamálið er,“ segir hún. „Konur með PCOS eiga bara mjög erfitt með að léttast. Fyrir utan það þá er kannski verið að beita óheilbrigðum aðferðum við það og það er miklu óhollara að beita óheilbrigðum aðferðum til að missa kílóin heldur en að vera með of mörg kíló utan á sér. Því það er ekki kílóafjöldinn sem gerir fólk óheilbrigt, þú getur alveg verið heilbrigð manneskja þó þú sért feit.“ Hún bendir þá á að aukin áhætta á átröskun fylgi heilkenninu. „Því þær eru stanslaust að heyra að þær þurfi að grenna sig og þeim tekst það ekki, þetta er leiðinlegur vítahringur.“ Kallar eftir aukinni meðvitund um heilkennið Guðrún telur að leita ætti eftir heilkenninu í auknum mæli hjá konum sem eru í ofþyngd. „Manneskja kemur með alls konar einkenni til mismundi lækna og þessir mismunandi læknar ættu að fatta að þetta gæti verið PCOS og sent manneskjuna á réttan stað. Það þarf að vera meiri meðvitund alls staðar í heilbrigðiskerfinu, ekki bara hjá kvensjúkdómalæknum.“ Þá segir hún slæmt að aðaláherslan sé á frjósemi þegar kemur að PCOS en heilkennið er ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi. „Það hefur alltaf verið svo stór fókus á frjósemi. Það er oftast þá sem þetta uppgötvast, þegar konur eiga erfitt með að verða óléttar. Eða þá að þetta uppgötvist miklu fyrr en konum er þá sagt að koma aftur þegar þær vilja eignast börn. Þetta er svo miklu, miklu meira en það. Þó svo að það sé glatað að eiga í erfiðleikum með að eignast börn þá er líka glatað að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2 og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Lyf Frjósemi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Notkun umræddra lyfja hefur stóraukist á undanförnum árum en hér á landi er lyfjunum ávísað við bæði áunninni sykursýki og offitu. Lyfin hafa einnig reynst konum með PCOS vel, þau hjálpa því að hafa stjórn á blóðsykri og halda niðri PCOS einkennum. Guðrún er sjálf með PCOS heilkennið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, en hefur þó ekki notað lyfin sjálf „Ég hef ekki persónulega reynslu af því en ég veit að það er mikið verið að nota það í PCOS samfélaginu,“ segir hún í samtali við Vísi. Hægt er að fá lyfjunum ávísað við PCOS. Guðrún segir einmitt að margt sé líkt hjá konum með heilkennið og hjá þeim sem eru með sykursýki 2. „Það er svo margt líkt í gangi þar. Í rauninni er stóraukin áhætta á að fá sykursýki 2 ef maður er með PCOS, það er stóraukin áhætta með hækkandi aldri.“ Leiðinlegur vítahringur Guðrún segir að það sé alls ekki búið að rannsaka PCOS nógu vel. „Enda er allt sem tengist hormónum kvenna hræðilega flókið og eitthvað sem karlmenn upplifa ekki,“ segir hún. Ásamt því er ekki nógu mikið talað um PCOS að mati Guðrúnar. „Það er lítið talað um hann. 75% kvenna með PCOS eru í yfirþyngd. Það er ekkert kúl að vera í yfirþyngd, það er ekki talað fallega um fólk í yfirþyngd í samfélaginu. Þannig þetta er kannski svona hópur sem er ekki duglegur að láta heyra í sér.“ Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða. Einnig segir hún það vera vandamál að þegar konur í ofþyngd fara til læknis þá er þeim sagt að létta sig í stað þess að farið sé í að greina nákvæmlega hvað er að. „Það er nefnilega svo ótrúlega stórt vandamál. Það er það fyrsta sem þú færð: „Þú verður bara að léttast“ - hvað sem vandamálið er,“ segir hún. „Konur með PCOS eiga bara mjög erfitt með að léttast. Fyrir utan það þá er kannski verið að beita óheilbrigðum aðferðum við það og það er miklu óhollara að beita óheilbrigðum aðferðum til að missa kílóin heldur en að vera með of mörg kíló utan á sér. Því það er ekki kílóafjöldinn sem gerir fólk óheilbrigt, þú getur alveg verið heilbrigð manneskja þó þú sért feit.“ Hún bendir þá á að aukin áhætta á átröskun fylgi heilkenninu. „Því þær eru stanslaust að heyra að þær þurfi að grenna sig og þeim tekst það ekki, þetta er leiðinlegur vítahringur.“ Kallar eftir aukinni meðvitund um heilkennið Guðrún telur að leita ætti eftir heilkenninu í auknum mæli hjá konum sem eru í ofþyngd. „Manneskja kemur með alls konar einkenni til mismundi lækna og þessir mismunandi læknar ættu að fatta að þetta gæti verið PCOS og sent manneskjuna á réttan stað. Það þarf að vera meiri meðvitund alls staðar í heilbrigðiskerfinu, ekki bara hjá kvensjúkdómalæknum.“ Þá segir hún slæmt að aðaláherslan sé á frjósemi þegar kemur að PCOS en heilkennið er ein algengasta ástæðan fyrir minnkaðri frjósemi. „Það hefur alltaf verið svo stór fókus á frjósemi. Það er oftast þá sem þetta uppgötvast, þegar konur eiga erfitt með að verða óléttar. Eða þá að þetta uppgötvist miklu fyrr en konum er þá sagt að koma aftur þegar þær vilja eignast börn. Þetta er svo miklu, miklu meira en það. Þó svo að það sé glatað að eiga í erfiðleikum með að eignast börn þá er líka glatað að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2 og svo framvegis.“
Til að greina PCOS er best að fara til kvensjúkdómalæknis. Greiningarviðmiðin eru þrjú en þau eru: Óreglulegar blæðingar (færri en níu á ári) Einkennandi útlit á eggjastokkum við ómskoðun, það er stækkun og fjöldi lítilla eggbúa. Merki um aukin androgenáhrif á húð, sem sagt bólur og aukinn hárvöxtur. Til að fá greiningu þarf að uppfylla tvö af þremur þessara viðmiða.
Heilbrigðismál Lyf Frjósemi Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira