Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri Haukur Logi Jóhannsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem haldinn var í janúar 2023 í Davos, voru gefnar út nýjar leiðbeiningar til að styðja við flutningsgeirann til að draga úr losun og ná kolefnishlutleysi. Viðstaddir í Davos fengu tækifæri til að sjá hvernig flutnings- og vörustjórnunarfyrirtæki geti náð betri stjórn á og fylgst betur með, losun sinni. Leiðbeiningarnar eru gefnar út af Alþjóðlegum samtökum um vöruflutninga (e. Smart Freight Center) og Alþjóðaviðskiptaráðinu um sjálfbæra þróun (e. World Business Council for Sustainable Development) og er hlutverk þeirra að hjálpa flutnings- og vörustjórnunarfyrirtækjum á heimsvísu að framkvæma áætlanir sem munu leiða að kolefnishlutlausri starfsemi þeirra. Í þessum nýju leiðbeiningum er varpað ljósi á gagnsemi og ávinning af nýjum alþjóðlegum staðli sem er í vinnslu, ISO 14083 - Greenhouse gases - Quantification and reporting of greenhouse gas emissions arising from transport chain operations . Margir vænta þess að staðallinn muni bjóða upp á fyrstu altæku aðferðina til skipulagningar og færslu losunarbókhalds fyrir fyrirtæki í þessum geira. Gert er ráð fyrir að væntanlegur staðall muni styðja iðnaðinn á heimsvísu í aðgerðum við að draga úr kolefnislosun. Flutnings- og vörustjórnun á þátt í rétt rúmlega þriðjungi af losun koltvísýrings (CO2) á heimsvísu og veldur þar með mestum vexti í mörgum iðnríkjum heims. . Árið 2021 var flutningageirinn með 7,7 gígatonn (Gt) af CO2 losun sem er 8% aukning frá því að aðgerðum vegna heimsfaraldursins var aflétt. Í dag er árleg heildarlosun koltvísýrings í heiminum um 35 Gt. Atvinnugrein sem leggur svo mikið af mörkum til losunar á heimsvísu getur gegnt mikilvægu hlutverki við umskipti yfir í kolefnishlutlausa framtíð og jafnframt aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Til að uppfylla markmið heimsins um kolefnishlutleysi þarf að draga úr losun samgangna um 20%, eða inn undir 6 Gt fyrir árið 2030. Það er ljóst að samgönguiðnaðurinn ætlar að taka forystuhlutverk í réttlátum og heilbrigðum umskiptum yfir í kolefnislausan heim. Það ríkir bjartsýni um aðgerðir á þessu sviði með útgáfu skýrslunnar End-to-End GHG Reporting of Logistics Operations. Að brúa bilið með því að draga úr losun Vöruflutningar gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki í alþjóðahagkerfi okkar. Milljörðum tonna af farmi er dreift um heiminn ár hvert með flutningabílum, flugvélum, skipum og járnbrautarlestum. Að sögn vísindamanna við Massachusetts Institute of Technology Supply Chains Initiative, eiga vöruflutningar um 8% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bætist við rekstur vöruhúsa og annars húsnæðis fer þessi tala upp í 11%. Það er því til mikils að vinna á þessum vettvangi. Að flytja árlega milljarða tonna af vörum krefst gríðarlegrar orku og þar með losunar gróðurhúsalofttegunda. Með „business as usual“ nálgun væri hægt að sjá CO2 losun frá vöruflutningum vaxa en ólíklegt er að sú sviðsmynd verði að veruleika. Geirinn er þegar farinn að takast á við kolefnisspor sitt og staðlar gegna lykilhlutverki í því ferli. Nýlegar upplýsingar sýna að mörg ríki eru að draga úr kolefnislosun. Raunar stefna mörg vöruflutningafyrirtæki að því að ná kolefnishlutleysi árið 2050 eða jafnvel fyrr. Að fylgjast með losun sem losnar við framleiðslu og viðskipti með vörur og þjónustu verður lykilþáttur í ferlinu ásamt því að fylgjast með hver árangurinn verður við að draga úr losun. Með þetta í huga hafa mismunandi aðferðir þegar verið þróaðar til að magngreina koltvísýringslosun í framleiðslu á vörum og atvinnustarfsemi almennt. Loftslagsvænni leiðir Allt hefst með hagkvæmni og löngun til að draga úr umhverfisáhrifum. Eins og með alla hluti er það fyrsta skrefið í stjórnun losunar að skilja hvaðan losunin kemur og að koma á nákvæmri grunnlínu fyrir losun koltvísýrings. Samgöngur sem einkennast af birgðakeðju, sem nær yfir margs konar flutningsmáta dregur úr flækjustigi með því að gera farmsendendum kleift að taka þátt í aðgerðum til að draga úr kolefnislosun. Dæmi um slíkt samstarf eru þegar fyrir hendi. Tökum sem dæmi Alþjóðlegu samtökin um vöruflutninga (SFC). Til að auðvelda fjölþjóðafyrirtækjum að vakta, upplýsa og að lokum draga úr losun sinni á koltvísýringi hefur SFC stofnað Global Logistics Emissions Council (GLEC) Framework. Yfir hundrað fjölþjóðlegir aðilar nota GLEC-rammann til að birta upplýsingar um vöruferilsstjórnun sína og er hann veigamikill þáttur í nýjum ISO-staðli. Allt er mögulegt með alþjóðlegum stöðlum Fyrir forvígisfólk SFC er það mikilvægt skref að þróa ISO-staðal til að byggja upp trúverðugleika GLEC aðferðafræðinnar og stuðla að því að stjórnvöld, fjárfestar og þjóðir heims viðurkenni hana og beiti henni á samræmdan hátt á heimsvísu. GLEC-ramminn og fljótlega ISO 14083 staðallinn gefur möguleika á samræmdum útreikningum og skýrslugjöf um losun frá geiranum á heimsvísu og ef hann er tengdur við blockchain-tækni gæti geirinn stuðlað að byltingu í gagnsæi. ISO 14083 mun ýta undir sameiginlegt átak innan geirans. Hann mun nýtast sem sérstakt tæki til að drífa áfram aðgerðir í loftslagsmálum, móta stefnur og vegvísa til að draga úr losun og fylgjast með framþróun. Aðkoma hagsmunaaðila tryggir að ISO staðallinn er líklegri til að fá stuðning stjórnvalda um allan heim, sem mun auka samræmingu á milli reikningsskila fyrirtækja og stjórnvalda og skýrslugjafar um losun vegna flutninga- og vörustjórnunar. ISO 14083 nær einnig til farþegaflutninga. Þannig verður til sameiginlegur leiðarvísir um útreikninga og skýrslugjöf vegna losunar frá vöruflutningum og birgðastjórnun. Í viðauka við staðalinn verða settar fram geirabundnar viðmiðunarreglur um atriði eins og flokkun skipa, sjálfgefin gildi fyrir losunarstyrk og dæmi um útreikninga, t.d. fyrir flutninga á skipgengum vatnaleiðum, til viðbótar ákvæðum staðalsins. Litið er á þetta sem mikilvægt tækifæri fyrir atvinnugreinina til að tryggja samræmi milli núverandi starfsvenja í geiranum og þessa alþjóðlega staðals, sem búist er við að muni gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flutningum í framtíðinni. Þörf er á djörfum ákvörðunum til að draga enn frekar úr losun vegna alþjóða viðskipta og flutninga. Enda ætti það að vera mögulegt að láta fyrirtæki flytja vörur á sem hreinastan og skilvirkastan hátt, með því að bjóða upp á áreiðanlega viðmiðunarútreikninga með nægilega landfræðilega útbreiðslu, velja eldsneytisnýtna flutningsmiðla, gefa upp losun og skilgreina hagkvæmustu tæknina og áætlanir til að draga úr losun. Á meðan við bíðum eftir að það gerist, skulum við hugsa um okkar kolefnislosun og áhrifin af því sem urðu við að pakka vörum og flytja þær alla leið að útidyrum okkar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem haldinn var í janúar 2023 í Davos, voru gefnar út nýjar leiðbeiningar til að styðja við flutningsgeirann til að draga úr losun og ná kolefnishlutleysi. Viðstaddir í Davos fengu tækifæri til að sjá hvernig flutnings- og vörustjórnunarfyrirtæki geti náð betri stjórn á og fylgst betur með, losun sinni. Leiðbeiningarnar eru gefnar út af Alþjóðlegum samtökum um vöruflutninga (e. Smart Freight Center) og Alþjóðaviðskiptaráðinu um sjálfbæra þróun (e. World Business Council for Sustainable Development) og er hlutverk þeirra að hjálpa flutnings- og vörustjórnunarfyrirtækjum á heimsvísu að framkvæma áætlanir sem munu leiða að kolefnishlutlausri starfsemi þeirra. Í þessum nýju leiðbeiningum er varpað ljósi á gagnsemi og ávinning af nýjum alþjóðlegum staðli sem er í vinnslu, ISO 14083 - Greenhouse gases - Quantification and reporting of greenhouse gas emissions arising from transport chain operations . Margir vænta þess að staðallinn muni bjóða upp á fyrstu altæku aðferðina til skipulagningar og færslu losunarbókhalds fyrir fyrirtæki í þessum geira. Gert er ráð fyrir að væntanlegur staðall muni styðja iðnaðinn á heimsvísu í aðgerðum við að draga úr kolefnislosun. Flutnings- og vörustjórnun á þátt í rétt rúmlega þriðjungi af losun koltvísýrings (CO2) á heimsvísu og veldur þar með mestum vexti í mörgum iðnríkjum heims. . Árið 2021 var flutningageirinn með 7,7 gígatonn (Gt) af CO2 losun sem er 8% aukning frá því að aðgerðum vegna heimsfaraldursins var aflétt. Í dag er árleg heildarlosun koltvísýrings í heiminum um 35 Gt. Atvinnugrein sem leggur svo mikið af mörkum til losunar á heimsvísu getur gegnt mikilvægu hlutverki við umskipti yfir í kolefnishlutlausa framtíð og jafnframt aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Til að uppfylla markmið heimsins um kolefnishlutleysi þarf að draga úr losun samgangna um 20%, eða inn undir 6 Gt fyrir árið 2030. Það er ljóst að samgönguiðnaðurinn ætlar að taka forystuhlutverk í réttlátum og heilbrigðum umskiptum yfir í kolefnislausan heim. Það ríkir bjartsýni um aðgerðir á þessu sviði með útgáfu skýrslunnar End-to-End GHG Reporting of Logistics Operations. Að brúa bilið með því að draga úr losun Vöruflutningar gegna sérstaklega mikilvægu hlutverki í alþjóðahagkerfi okkar. Milljörðum tonna af farmi er dreift um heiminn ár hvert með flutningabílum, flugvélum, skipum og járnbrautarlestum. Að sögn vísindamanna við Massachusetts Institute of Technology Supply Chains Initiative, eiga vöruflutningar um 8% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bætist við rekstur vöruhúsa og annars húsnæðis fer þessi tala upp í 11%. Það er því til mikils að vinna á þessum vettvangi. Að flytja árlega milljarða tonna af vörum krefst gríðarlegrar orku og þar með losunar gróðurhúsalofttegunda. Með „business as usual“ nálgun væri hægt að sjá CO2 losun frá vöruflutningum vaxa en ólíklegt er að sú sviðsmynd verði að veruleika. Geirinn er þegar farinn að takast á við kolefnisspor sitt og staðlar gegna lykilhlutverki í því ferli. Nýlegar upplýsingar sýna að mörg ríki eru að draga úr kolefnislosun. Raunar stefna mörg vöruflutningafyrirtæki að því að ná kolefnishlutleysi árið 2050 eða jafnvel fyrr. Að fylgjast með losun sem losnar við framleiðslu og viðskipti með vörur og þjónustu verður lykilþáttur í ferlinu ásamt því að fylgjast með hver árangurinn verður við að draga úr losun. Með þetta í huga hafa mismunandi aðferðir þegar verið þróaðar til að magngreina koltvísýringslosun í framleiðslu á vörum og atvinnustarfsemi almennt. Loftslagsvænni leiðir Allt hefst með hagkvæmni og löngun til að draga úr umhverfisáhrifum. Eins og með alla hluti er það fyrsta skrefið í stjórnun losunar að skilja hvaðan losunin kemur og að koma á nákvæmri grunnlínu fyrir losun koltvísýrings. Samgöngur sem einkennast af birgðakeðju, sem nær yfir margs konar flutningsmáta dregur úr flækjustigi með því að gera farmsendendum kleift að taka þátt í aðgerðum til að draga úr kolefnislosun. Dæmi um slíkt samstarf eru þegar fyrir hendi. Tökum sem dæmi Alþjóðlegu samtökin um vöruflutninga (SFC). Til að auðvelda fjölþjóðafyrirtækjum að vakta, upplýsa og að lokum draga úr losun sinni á koltvísýringi hefur SFC stofnað Global Logistics Emissions Council (GLEC) Framework. Yfir hundrað fjölþjóðlegir aðilar nota GLEC-rammann til að birta upplýsingar um vöruferilsstjórnun sína og er hann veigamikill þáttur í nýjum ISO-staðli. Allt er mögulegt með alþjóðlegum stöðlum Fyrir forvígisfólk SFC er það mikilvægt skref að þróa ISO-staðal til að byggja upp trúverðugleika GLEC aðferðafræðinnar og stuðla að því að stjórnvöld, fjárfestar og þjóðir heims viðurkenni hana og beiti henni á samræmdan hátt á heimsvísu. GLEC-ramminn og fljótlega ISO 14083 staðallinn gefur möguleika á samræmdum útreikningum og skýrslugjöf um losun frá geiranum á heimsvísu og ef hann er tengdur við blockchain-tækni gæti geirinn stuðlað að byltingu í gagnsæi. ISO 14083 mun ýta undir sameiginlegt átak innan geirans. Hann mun nýtast sem sérstakt tæki til að drífa áfram aðgerðir í loftslagsmálum, móta stefnur og vegvísa til að draga úr losun og fylgjast með framþróun. Aðkoma hagsmunaaðila tryggir að ISO staðallinn er líklegri til að fá stuðning stjórnvalda um allan heim, sem mun auka samræmingu á milli reikningsskila fyrirtækja og stjórnvalda og skýrslugjafar um losun vegna flutninga- og vörustjórnunar. ISO 14083 nær einnig til farþegaflutninga. Þannig verður til sameiginlegur leiðarvísir um útreikninga og skýrslugjöf vegna losunar frá vöruflutningum og birgðastjórnun. Í viðauka við staðalinn verða settar fram geirabundnar viðmiðunarreglur um atriði eins og flokkun skipa, sjálfgefin gildi fyrir losunarstyrk og dæmi um útreikninga, t.d. fyrir flutninga á skipgengum vatnaleiðum, til viðbótar ákvæðum staðalsins. Litið er á þetta sem mikilvægt tækifæri fyrir atvinnugreinina til að tryggja samræmi milli núverandi starfsvenja í geiranum og þessa alþjóðlega staðals, sem búist er við að muni gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flutningum í framtíðinni. Þörf er á djörfum ákvörðunum til að draga enn frekar úr losun vegna alþjóða viðskipta og flutninga. Enda ætti það að vera mögulegt að láta fyrirtæki flytja vörur á sem hreinastan og skilvirkastan hátt, með því að bjóða upp á áreiðanlega viðmiðunarútreikninga með nægilega landfræðilega útbreiðslu, velja eldsneytisnýtna flutningsmiðla, gefa upp losun og skilgreina hagkvæmustu tæknina og áætlanir til að draga úr losun. Á meðan við bíðum eftir að það gerist, skulum við hugsa um okkar kolefnislosun og áhrifin af því sem urðu við að pakka vörum og flytja þær alla leið að útidyrum okkar. Höfundur er verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun