Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti Sævar Helgi Bragason skrifar 3. febrúar 2023 11:30 Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Helgi Bragason Vestmannaeyjar Samgöngur Umhverfismál Rafhlaupahjól Vistvænir bílar Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun