Helvítis geðveikin Sigríður Karlsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Afsakið orðbragðið, ég held bara alltaf að skrif fái meiri athygli ef þau eru sett í svona fyrirsögn. Ég skrifa hér ekki sem láglaunakona. Meira bara svona réttslefandimannsæmandilaun- kona… býst ég við. Samt forréttindapía. Ég bý við þau forréttindi að geta keypt avókadó, bláber og jarðarber í sömu búðarferð. Þó svo ég feli mig á bak við það að kaupa bara notuð föt og fari ekki í hina árlegu Teneferð er ég bara með sanni „þetta forréttindapakk“. Forréttindi eru að mínu viti til dæmis að börnin geti æft íþróttir og haldið upp á afmæli sín í Rush. Forréttindi eru að fara í nudd eða spa eða eiga snyrtivörur upp á tíuþúsundkalla. Af því ég er búin að vera svo upptekin á þriðju vaktinni og að búa til forréttindabörn þá les ég bara fyrirsagnir um Sólveigu Önnu. Rétt set mig inn í málin. Set litlu tána þarna inn. Þetta varðar mig ekki, ekki er ég að skúra gólf, skeina annarra manna rassa eða keyra ávexti í búðir (hef reyndar unnið sum störfin). Ég hélt um daginn að Sólveig þessi væri búin að tapa geðinu eða þyrfti smá estrógen uppbót fyrir breytingaskeiðs-skapofsann. Svona örlítið að missa sig í stjórnleysinu. Svo skrapp ég til útlanda. Svona eins og flestir (fyrir utan láglaunafólk) leyfir sér af og til. Og ég fór að fylgjast með fólkinu sem vann láglaunastörfin. Skúra gólfin á flugvellinum, þrífa borðin, henda ferðatöskunni með öllu fína dótinu í vélina. Skipta um á rúmunum (hafið þið prófað að skipta um á fleiri en einu rúmi i einu án þess að fá vöðvabólgu?) og öllum hinum ósýnilegu, ógeðslega erfiðu, vanmetnu störfunum sem samt eru ómissandi. Þá fattaði ég þetta í frumunum. Ekki bara með hausnum. Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!! Og ég er ekki einu sinni með fyrirtíðaspennu þegar ég skrifa þetta. Af hverju erum við ekki öll að styðja það að þetta fólk geti farið af og til í nudd? Farið í leikhús eða geti keypt fjandans bláberin vikulega? Vitum við ekki að það eru þau sem halda öllu uppi? Hver flytur vörurnar okkar og sér til þess að við étum ekki brúna banana? Hver flytur allar flottu úlpurnar frá útlandinu? Hver skeinir gamla fólkinu sem við nennum ekki að skeina? Hver þrífur upp ælurnar og skítinn eftir okkur? Disus hvað þetta er rotið. Ég mæli með að bíóhúsin taki að sér að bjóða í ráðherra-hópferð á bíómyndina Triangle of sadness eða The Menu. Gefa þeim smá insperasjón. Ef það virkar illa, þá veit ég um fullt af fólki sem gætu boðið upp á svona hóp-seremóníu með hugvíkkandi efnum fyrir þessar elskur sem virðast ekki tengjast veruleikanum - það gæti hjálpað í samningaviðræðum. Anyway. Kjarni málsins. Sólveig - ég veit ekki á hvaða bensíni þú ert. Ég væri inn á Heilsustofnun í þínum sporum. En ef það er eitthvað sem ég get gert, þá veistu af mér.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun