Þrekvirki á sjötugsafmælinu átján mánuðum eftir hjartaaðgerð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 20:01 Sigmundur Stefánsson, afmælisbarn og hlaupari, í íþróttahöll Selfoss í dag. Vísir/Egill Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum. Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin. Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sigmundur Stefánsson á Selfossi er sjötugur í dag og ákvað fyrir nokkru síðan að á afmælisdaginn skyldi hann hlaupa sjötíu kílómetra, tíu sjö kílómetra hringi, og safna áheitum fyrir Krabbameinsfélag Árnesinga og Hjartaheill. Og það var frækinn hópur sem lagði af stað klukkan sjö við Sundhöll Selfoss í morgun en plön gengu ekki alveg eftir. Hvorki veður né færð voru nefnilega með besta móti í dag. Hlaupið, sem Sigmundur hefur nefnt Simmalinginn, var því fært inn í íþróttahöll Selfoss. Bara gleði þrátt fyrir allt Og við hittum Sigmund í miðjum sjöunda hring síðdegis í dag. Hann kvað það vonbrigði að þurfa að stytta hlaupið en ofboðslegir krampar hafi því miður borið hann ofurliði. „Ég var orðinn stífur allur. Það var verið að lengja pásurnar í morgun til að nudda. Hjúkkur og læknar og fleiri en svona er þetta bara, maðurinn er svona, við ráðum ekki við það. En það er bara gleði. Og við erum ákveðin í að halda áfram og það er bara frábært að vera búin með sjö hringi, þó að við höfum ætlað að taka þá tíu.“ Lífið heldur áfram Sigmundur lauk meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli um áramótin og fyrir einu og hálfu ári gekkst hann undir opna hjartaaðgerð. Og hann hleypur með boðskap í huga. „Við erum að benda fólki á það að lífið er ekki búið. Þú getur haldið áfram. Og við ætlum að halda áfram og klára þetta.“ Ég sé að þú ert með hóp með þér. Er búið að vera fjölmenni í allan dag? „Það er búið að vera fjölmenni í allan dag. Við byrjuðum tuttugu og einn í morgun, svo hefur þetta verið í kringum tíu manns í hverjum hring. Og bara gleði og allir ánægðir.“ Sannarlega eftirminnilegur afmælisdagur hjá Sigmundi sem stefndi á heita pottinn í Sundhöll Selfoss að loknu þrekvirki dagsins. Þá hyggst hann klára kílómetrana sjötíu þegar betur viðrar í sumar. Enn er hægt að heita á Sigmund á vef Hjartaheilla og Krabbameinsfélags Árnessýslu. Þegar þetta er ritað hefur Sigmundur samtals safnað næstum 680 þúsund krónum fyrir félögin.
Árborg Félagsmál Hlaup Tímamót Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira