„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2023 09:01 Strætóleiðin frá Selfossi til Reykjavíkur endar í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. „Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“ Strætó Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“
Strætó Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir „Ekki það sem fundurinn var að samþykkja“ Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira