Biðja pizzuóða Mosfellinga afsökunar og læra af mistökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 21:41 Pizzan opnaði nýtt útibú í Mosfellsbæ í síðasta mánuði. Opnunin gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Aðsend Nokkrir hnökrar voru á opnun nýs útibús pizzukeðjunnar Pizzunnar í Mosfellsbæ í liðnum mánuði. Eftir að villa kom upp í tölvukerfi keðjunnar sá framkvæmdastóri hjá fyrirtækinu sig knúinn til að biðja Mosfellinga afsökunar. Hann segir eftirspurn eftir pizzum greinilega mikla í bænum og er bjartsýnn á framhaldið. Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“ Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Fyrr í dag birti Jóhann Örn B. Benediksson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Pizzunnar, færslu í Facebook-hópi fyrir íbúa Mosfellsbæjar, þar sem hann baðst afsökunar á því sem miður hafði farið við opnun staðarins í Mosó. Tölvukerfi staðarins bilaði með þeim afleiðingum að pantanir viðskiptavina fóru í gegn, en bárust ekki með réttum hætti til starfsmanna staðarins. Í samtali við fréttastofu segir Jóhann nú ætti að vera búið að laga þennan hnökra, sem var stór valdur í því að margt misfórst við opnun staðarins í síðasta mánuði. „Við vorum að opna staðinn, en samhliða því vorum við að setja af stað nýja tölvukerfið okkar. Við gerðum upp úr því að vera með fólk úr heimabyggð á staðnum hjá okkur og fengum mikið af umsóknum frá fólki sem hefur aldrei starfað á pizzastað. Við auglýstum opnunina ekki neitt og settum þetta af stað,“ segir Jóhann. Jóhann Örn B. Benediksson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Pizzunni.Aðsend Hann segir stjórnendur hjá Pizzunni ekki hafa áttað sig fyllilega á því hversu mikil eftirspurnin eftir nýjum pizzastað væri í Mosfellsbæ. „Við áttum rosalega erfitt með að halda öllum boltum á lofti, auk þess að vera að þjálfa starfsfólkið okkar. Þegar mest var þá vorum við með tvöfalt fleira starfsfólk á þessum stað en á öðrum stöðum, því við vildum manna þetta það vel. Síðan komu upp vankantar við tölvukerfið og hlutirnir fóru svolítið úrskeiðis á okkar helstu álagspunktum,“ segir Jóhann. Mosfellingar hafi átt skilið afsökunarbeiðni Jóhann segir ástæðu þess að hann hafi birt afsökunarbeiðnina í hópi Mosfellinga vera þá að honum hefði borist til eyrna að þar inni gætti nokkurrar óánægju með það sem misfórst í starfsemi staðarins. „Mér fannst Mosfellingar eiga skilið afsökunarbeiðni á því sem úrskeiðis hafði farið,“ segir Jóhann. Hann segir viðtökurnar í bænum við staðnum hafa verið afar góðar, og að flestir viðskiptavinir hafi sýnt skilning á þeim vandamálum sem komu upp. „Við tökum ábyrgð á þessu og sjáum hvað við hefðum getað gert betur. Við lærum öll af því.“ Nú sé Pizzan betur undirbúin til að takast á við þá miklu eftirspurn sem virðist vera eftir pizzum í bænum. „Við erum bara ótrúlega spennt og ánægð að vera loksins búin að opna þennan stað. Þetta hefur lengi staðið til og dregist dálítið, en við erum rosalega spennt að vera komin í Mosfellsbæ.“
Veitingastaðir Mosfellsbær Matur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira