Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. febrúar 2023 18:07 Þórhildur Sunna segir mál dómsmálaráðherra vont og illa unnið. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira