Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:14 Öll þrjú íslensku flugfélögin, Play, Icelandair og Niceair, fljúga til Aeropuerto Reina Sofia flugvallarins á suðurhluta Tenerife. Getty/EyesWideOpen Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira