Gróttuliðið var yfir nær allan leikinn, meðal annars samfellt frá 2. til 51. mínútu, komst fjórum sinnum fimm mörkum yfir í leiknum og var þremur mörkum yfir, 25-22, þegar tólf mínútur voru eftir.
Valsmenn sýndu styrk sinn í leikinn og unnu lokamínúturnar 10-3 og þar með leikinn með fjórum mörkum, 32-28.
Gróttuliðið upplifði sannkallaða martröð á vítalínunni í leiknum en alls misfórust þrjú af fimm vítum liðsins.
Andri Þór Helgason, Birgir Steinn Jónsson og Daníel Örn Griffin klikkuðu allir á vítakasti í leiknum en Sakai Motoki í marki Vals vareði frá Andra Þór.
Tvö vítanna hittu ekki markið og lokavítið var eitt það versta sem mun sjást í Olís deildinni á þessu ári. Það er hægt að segja það þótt enn séu ellefu mánuðir eftir af árinu.
Harpixið getur stundum verið til vandræða í handboltanum eins og sást á þessu skelfilega lokavíti Gróttumanna í leiknum í gær en þar gátu þeir minnkað muninn aftur í eitt mark.
Hér fyrir neðan má þessi vítavandræði Gróttumanna í gær.