Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 07:44 Trump á fjölda dómsmála yfir höfði sér auk þess að hafa sjálfur nýlega höfðað mál á hendur blaðamanninum Bob Woodward. AP/Andrew Harnik Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. Bar forsetinn fyrrverandi við fimmta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður á um rétt einstaklinga til að neita að svara spurningum ef svörin gætu falið í sér viðurkenningu á sekt. „Allir í minni stöðu væru kjánar ef þeir nýttu ekki fimmta viðaukann, algjörir kjánar,“ sagði Trump. Trump er meðal annars grunaður um að hafa vísvitandi ofmetið eignir sínar í auðgunarskyni. Elstu börnin hans þrjú; Donald Jr., Ivanka og Eric hafa einnig verið yfirheyrð í tengslum við málið. Í undirbúinni yfirlýsingu sem Trump las sagði hann um að ræða mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna og kallaði ríkissaksóknara New York, Letitiu James, ólíkindatól. „Þetta er allt saman afar ósanngjarnt,“ kvartaði hann. „Einu sinni spurði ég: Ef þú ert saklaus, af hverju ertu þá að bera við fimmta viðaukanum? Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump og sagðist fórnarlamb pólitískrar herferðar lögmanna, saksóknara og falsfréttamiðla. Trump hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta 2024 en sætir enn fjölda rannsókna, meðal annars vegna tilrauna til að snúa niðurstöðum síðustu kosninga, meintra mútugreiðsla og kynferðisbrota. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Sjá meira
Bar forsetinn fyrrverandi við fimmta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður á um rétt einstaklinga til að neita að svara spurningum ef svörin gætu falið í sér viðurkenningu á sekt. „Allir í minni stöðu væru kjánar ef þeir nýttu ekki fimmta viðaukann, algjörir kjánar,“ sagði Trump. Trump er meðal annars grunaður um að hafa vísvitandi ofmetið eignir sínar í auðgunarskyni. Elstu börnin hans þrjú; Donald Jr., Ivanka og Eric hafa einnig verið yfirheyrð í tengslum við málið. Í undirbúinni yfirlýsingu sem Trump las sagði hann um að ræða mestu nornaveiðar í sögu Bandaríkjanna og kallaði ríkissaksóknara New York, Letitiu James, ólíkindatól. „Þetta er allt saman afar ósanngjarnt,“ kvartaði hann. „Einu sinni spurði ég: Ef þú ert saklaus, af hverju ertu þá að bera við fimmta viðaukanum? Nú veit ég svarið við þeirri spurningu,“ sagði Trump og sagðist fórnarlamb pólitískrar herferðar lögmanna, saksóknara og falsfréttamiðla. Trump hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta 2024 en sætir enn fjölda rannsókna, meðal annars vegna tilrauna til að snúa niðurstöðum síðustu kosninga, meintra mútugreiðsla og kynferðisbrota.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Sjá meira