Sema segir ríkislögreglustjóra „ljúga upp á almenna borgara“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2023 06:24 Sema sakar ríkislögreglustjóra um óheiðarleika og að vilja ekki axla ábyrgð á meðferð Hussein. Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris og baráttukona fyrir réttindum flóttafólks, sakar ríkislögreglustjóra um að ljúga opinberlega upp á almenning í svörum sínum við erindi umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“ Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira
Umboðsmaður hóf athugun í kjölfar brottflutnings hælisleitanda í hjólastjól, Hussein Hussein, þann 2. nóvember síðastliðinn. Leitaði hann svara hjá ríkislögreglustjóra um framkvæmdina en í gær var greint frá því að umboðsmaður hefði lokið athugun sinni, þar sem ríkislögreglustjóri segði til skoðunar að útvega lögreglu bifreið til að flytja fólk í hjólastól. Í svari ríkislögreglustjóra segir hins vegar einnig að fyrstu áætlanir hafi gert ráð fyrir að Hussein yrði fluttur til Keflavíkur í bifreið útbúinni fyrir hjólastól. Allar áætlanir hefðu hins vegar breyst verulega vegna mótmæla og „einstaklinga sem hugðust jafnvel koma í veg fyrir brottflutninginn“. Þá segir að fjallað verði nánar um þetta í skýrslu til dómsmálaráðuneytisins. Reyndu aldrei að hindra störf lögreglu „Hér er ríkislögreglustjóri að ljúga mjög alvarlegum sökum upp á almenna borgara!“ skrifar Sema á Facebook í gærkvöldi. Hún segist hafa verið ein af sex einstaklingum sem, ásamt fréttamanni og tökumanni frá RÚV, fundu fjölskylduna á hóteli í Hafnarfirði og tóku sér stöðu fyrir utan. Allt sem átti sér stað sé til á myndskeiðum sem fólkið tók. „Það er auðvitað hlægilegt að ríkislögreglustjóri skuli halda því fram að lögreglan, sem taldi á tímabili fleiri en 20 lögregluþjóna, hafi ekki getað „tryggt öryggi“ Hussein og fjölskyldu fyrir mótmælendum. Fjölskyldunni stóð allan tímann miklu meiri ógn af lögreglunni en okkur sem voru mætt til að sýna fjölskyldunni stuðning. Það stóð aldrei til að reyna að koma í veg fyrir brottvísunina og það var ALDREI reynt að hindra störf lögreglu. Við vitum það alveg að við hefðum öll verið handtekin ef svo hefði verið,“ segir Sema. Hún segist ekki munu sitja þegjandi undir ásökunum um að eiga sök á illri meðferð lögreglu og stjórnvalda á fötluðum flóttamanni og segir málinu ekki lokið. „Ég krefst þess að ríkislögreglustjóri dragi þessi ósannindi til baka og biðjist afsökunar á að ljúga upp á almenna borgara!“
Lögreglan Lögreglumál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Sjá meira