Krummi í lagi en alls ekki Kisa Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:40 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur borðleggjandi að leggja eigi mannanafnanefnd niður. Vísir/Egill Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“ Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“
Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Sjá meira
Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16
Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43