Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 13:52 Farþegum Strætó í leið 18 var vísað út úr vögnunum í gær við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Framkvæmdastjóri Strætó segir málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes. Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Lesandi Vísis, sem vildi ekki láta nafns síns getið, hafði samband í morgun til að greina frá þessu atviki. Hann sagðist hafa verið á leið heim úr vinnu í gærkvöldi þegar honum og öðrum farþega var vísað út úr vagni 18 vegna ófærðar á leið vagnsins. Vagninn þurfti að snúa við og gat ekki klárað sinn hefðbundna hring um Úlfarsárdal áður en hann hélt í Spöngina. Farþeginn segir að þrátt fyrir það hafi vagninn farið í átt að Spönginni, bara aðra leið, en ekki boðið þeim að koma með. „Hann stoppar og segir að hann geti ekki farið lengra því Úlfarsárdalur er lokaður og að við þurfum að fara út þarna. Þegar við stóðum og biðum eftir að hann opnað sagðist hann ætla að fara beint í Spöngina en bauð okkur ekki að koma með,“ segir farþeginn. Báðir farþegarnir hafi þá farið að hringja símtöl til að koma sér heim en ekkert gengið. Tíu mínútum seinna hafi hinn farþeginn verið sóttur en eftir nokkra stund hafi bæst aftur í hópinn, þegar næsti Strætó kom og bílstjórinn vísaði sínum eina farþega út. Þarna við Inngunnarskóla hafi ekkert skjól verið að finna, enda strætóskýlin gömul, og þeir hafi verið orðnir gegnblautur vegna snjókomunnar. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Farþeginn segir að systir hans hafi verið við vinnu á KFC í Grafarholti og ætlað að sækja hann á leiðinni heim en fest bílinn sinn og fengið aðstoð björgunarsveita við að losa hann. Björgunarsveitarmenn hafi fallist á að sækja farþegana upp að Ingunnarskóla og koma þeim á KFC, þar sem þeir komust í skjól og gátu látið sækja sig. „Ef björgunarsveitin hefði ekki verið þarna rétt hjá hefðum við verið miklu lengur að koma okkur heim.“ Jóhanes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir auðvitað ekki æskilegt að vagnstjórar vísi fólki út í brjáluðu veðri. Málið sé í skoðun. „Við förum auðvitað yfir málið en það kemur manni pínulítið á óvart í þessum veðurviðvörunum hvað fólk er mikið á ferðinni. Við vorum búin að tilkynna líka breytingu á þessari leið sem um ræðir sem virðist hafa farið fram hjá fólki. Maður er hugsi hvað fólk er lítið að fylgjast með viðvörunum,“ segir Jóhannes.
Strætó Veður Reykjavík Björgunarsveitir Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira