Forsetinn gat ekki lyft bikarnum Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 09:34 Hassan Moustafa hefur verið forseti IHF frá árinu 2000. Getty/Jan Woitas Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann. Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins. HM 2023 í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira