Arnór Atla: Færð ekki einn íslenskan landsliðsmann til að viðurkenna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 09:01 Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson og Janus Daði Smárason ræða málin eftir tapleikinn á móti Svíum. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason vill ekki ganga svo langt að segja að íslenska landsliðið sé að gera eitthvað vitlaust og hann er sannfærður um að íslensku strákarnir munu horfa inn á við og gera betur á næstu árum en þeir gerðum á heimsmeistaramótinu í handbolta í ár. Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Arnór starfar nú sem aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold en hann hefur fylgst vel með öllu í dönskum handbolta undanfarin ár en Danir hafa nú fyrstir þjóða í sögunni unnið þrjá heimsmeistaratitla í röð. Arnór fór sjálfur á þrettán stórmót með íslenska handboltalandsliðinu og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á ÓL 2008 og EM 2010. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnór um nýkrýnda heimsmeistara Dana en það er erfitt að tala um stórmót í handbolta án þess að tala um íslenska landsliðið. „Hvað eru Danir að gera vel sem er að klikka hjá íslenska landsliðinu,“ spurði Valur Páll. Vill ekki segja að við séum að klikka á einhverju „Það er svo sem ekki mikið að klikka hjá okkur en þeir eru bara fleiri og hafa úr stærri hóp að velja. Þeir rótera mjög mikið og þó að þeir séu búnir að vera heimsmeistarar þrisvar í röð þá eru fáir sem eru búnir að vera í öllum þessum þremur liðum. Það hafa alltaf komið nýir og nýir leikmenn inn,“ sagði Arnór Atlason. „Ég ætla ekki að segja að við séum að klikka á einhverju en það er eins og menn geta komið inn hjá Dönum upp úr engu samanber Simon Pytlick núna. Hann er fæddur 2001 og er 22 ára,“ sagði Arnór. Klippa: Arnór Atlason: Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum „Við sem erum í Danmörku vitum hvað hann getur enda búinn að vera frábær í deildinni í mörg ár. Að geta komið svona vel inn í liðið á svona stóru sviði er með ólíkindum. Þessir hlutir virðast alla vega vera í mjög góðu lagi hjá Dönunum, að fá fá nýja menn inn sem komast mjög fljótt inn í sín hlutverk,“ sagði Arnór. Væntingarnar voru miklar til íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu og því var tólfta sætið mikil vonbrigði. „Ég held að þú fáir ekki einn einasta landsliðsmann til að viðurkenna það að þeir hafi eitthvað farið fram úr sér í væntingum. Auðvitað langaði þeim öllum að ná sem bestum árangri, þannig er það bara alltaf,“ sagði Arnór. Hefði verið verra að setja markmiðið lágt „Mér hefði fundist verra ef þeir hefði sett markmið mjög lágt og talað opinskátt um það. Auðvitað stefnir maður bara hátt og vill ná eins langt og hægt er,“ sagði Arnór. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir þá að komast ekki í átta liða úrslit. Það er hægt að finna ótrúlega margar ástæður fyrir því. Eins og við vorum í þessu og ég þekki þessa gaura þá horfa menn inn á við og vilja allir gera betur. Það er enginn að leita að einhverjum afsökunum,“ sagði Arnór. Liðið er frábært „Menn geta gert betur. Liðið er frábært og þeir eiga örugglega eftir að geta betur seinna meir. Ég er sannfærður um það. Mér finnst mjög mikið af góðum hlutum til staðar og það vantar ekki mikið upp á að við séum að komast í þessi átta liða úrslit sem þeir vilja alveg pottþétt vera,“ sagði Arnór eins og sjá má hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira