Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 13:39 Sólveig Anna ásamt Daníel lögmanni Eflingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Lillý Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Sjá meira